Útbíað skrifborð Pelosis varð að „minnismerki“ í Washington

Vægast sagt öðruvísi bronsstytta sem ber titilinn Trausta skrifborðið „The Resolute Desk“ var tímabundið komið fyrir í þjóðgarðinum í Washington D.C. Listaverkið sýnir skítatákn ofan á nákvæmri eftirlíkingu af skrifborði Nancy Pelosis.

Trausta skrifborðið vísar á kaldhæðnislegan hátt til mótmælanna og áhlaupsins á þinghúsið Capitol þann 6. janúar 2021. Á styttunni er skjöldur með áletruninni:

„Þessi minnisvarði heiðrar þá hugrökku menn og konur sem brutust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 til að ræna, pissa og gera þarfir sínar í þessum helgu sölum með það að markmiði að hnekkja kosningum.“

Engar upplýsingar eru um listamanninn sem skapaði verkið, en samkvæmt opinberu sýningarleyfi frá þjóðgarðsþjónustunni sótti Julia Jimenez-Pyzik hjá Civic Crafted LLC um að fá að sýna verkið á staðinn á tímabilinu 24.-30. október. Leyfið var síðan framlengt til 6. nóvember fram yfir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Plata með nafni Nancy Pelosi er sögð hafa horfið á dularfullan hátt. Listaverkið er ádeila á Donald Trump fyrir að gagnrýna útkomu kosninganna 2020. Samkvæmt NBC News, er Trausta skrifborðið tákn um „hjarta lýðræðisins, þar sem ákvarðanir eru teknar, raddir fólksins heyrast og framtíðin mótast“:

„Hér kemur vald almennings fram í kostgæfni þeirra sem þjóna almannaheill. Þegar óeirðaseggirnir brutust inn til að eyðileggja þessar hugsjónir þá stóð skrifborðið traust. Það sama gildir um reglur jafnréttis, réttlætis og frelsis sem það stendur fyrir.“

Því miður fyrir Pelosi, fyrrum forseta þingsins, þá er trausta skrifborðið horfið eins og hún sjálf úr þinghúsinu.

Fara efst á síðu