Málefni eins og loftslagsmál og femínismi eru á undanhaldi meðal ungra Svía, sérstaklega er um hraða þróun að ræða meðal ungra kvenna. Samkvæmt nýrri skýrslu forgangsraða ungu konurnar heilbrigðisþjónustu, skóla og öryggi í staðinn. Samtímis hafa þrír af hverjum fjórum leitað sér aðstoðar vegna geðheilbrigðismála.
Rasmussen Analysis og Konunglega félagið Ung forysta birtu skýrsluna Með áherslu á unga fólkið 2025 (sjá pdf að neðan). Þar nefnir unga fólkið fyrst og fremst heilbrigðisþjónustu (30%), skóla og menntun (28%) og glæpi/persónulegt öryggi (25%) sem þau málefni sem mestu málin skipta.
Loftslagið hefur hrapað sérstaklega meðal kvenna – úr 51% ár 2019 niður í aðeins 15% í ár. Samsvarandi hlutfall meðal ungra manna hefur lækkað úr 34% í 13%.
Á sama tíma hefur fylgni við jafnrétti kynjanna, – femínismann, meira en helmingast frá árinu 2017.

Þegar kemur að draumastarfinu, þá sést sama breyting í átt að störfum sem þýða mest fyrir samfélagið: Í fyrsta sæti eru frumkvöðlar/sjálfstætt starfandi, þar á eftir kemur lögregla, læknir og kennari. Dýrahirðir, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur eru meðal annarra vinsælla valkosta. Sofia Rasmussen, forstjóri og greinandi hjá Rasmussen Analys segir:
„Niðurstöðurnar í ár skýra tengsl á milli upplýsinga, þátttöku og framtíðstrúar og minna okkur á að jafnvel á stríðstímum og krepputímum getur skuldbinding verið mótvægi við uppgjöf.”
Samtímis hafa svo margir sem 72% ungra Svía á einhverjum tímapunkti leitað eftir faglegri aðstoð vegna geðheilsunnar. Það er aukning frá 54% árið 2018.
Rannsóknin byggir á 1.280 svörum, þar af 1.018 frá fólki á aldrinum 15–29 ára var gerð á tímabilinu 13.–20. maí 2025.