Nýlega hélt einn helsti valkostamiðill Svíþjóðar, Swebbtv, ráðstefnu í Uppsala, þar sem sérfræðingar í ýmsum málefnum héldu ræður. Mörg kunnugleg andlit frá þáttum sjónvarpsstöðvarinnar voru frummælendur og helstu mál nútímans til umræðu. Einn þeirra sem lengst hefur verið með er athafnamaðurinn Lars Bern sem sagði í ræðu sinni að Trump væri helsta mótstaða hnattræningjanna til að ná fram fólskulegum markmiðum sínum með yfirtöku og einokun markaða, myndun alheimsstjórnar og afnámi málfrelsis.
Lars Bern ræddi meðal annars um lýðræði og alþjóðahyggju. Völd og áhrif hnattræningjanna hafa komið frá Davos og World Economic Forum. Þar hafa leiðtogar framtíðarinnar fengið þjálfun, þar hafa áætlanir verið smíðaðar um hvernig heimurinn eigi að mótast. Hnattræningjarnir, glóbaliztarnir, hafa verið á góðri leið með að ná yfirtöku á heiminum. Lars Bern sagði: „Þeim tókst næstum að ná markmiðum sínum.“ Allt snérist um Davos.
„Frjálslynt“ lýðræði
Hugmyndafræði alþjóðasinna er titluð sem „frjálslynt lýðræði.“ En það er ekki vandalaust bendir Lars Bern á:
„Lýðræði er einungis lýðræði. Mundu það. Um leið og einhver setur nafnorð fyrir framan orðið lýðræði, þá er það ekki lengur lýðræði. Lýðræði þýðir að almenningur stjórnar. Fólkið hefur völdin.“
Lars Bern útskýrði að alþjóða stjórnmálamenn eru núna á barmi þess að missa völdin, vegna leiðtoga eins og Donald Trump og Viktor Orbán, sem hafa almenning á bak við sig. Slíkir leiðtogar eru svívirtir og bannaðir eins og dæmin sýna í Rúmeníu og núna síðast Frakklandi. Bern segir:
„Þú ert útmálaður sem „popúlisti“ ef þú treystir almenningi. Þeir sem njóta raunverulega stuðnings almennings verða fyrir beinum árásum nýfrjálshyggjumanna.“
Þeir sem raunverulega hafa stuðning almennings verða fyrir beinum árásum af „nýfrjálshyggjumönnum.“ Lars Bern segir:
„Trump-stjórnin hefur stöðvað það ferli sem var í gangi með alþjóða valdastéttinni. Við eigum eftir að sjá hvernig það fer, ég meina, allir geta ekki verið ánægður með allt sem Trump gerir. Það verður líka að horfa á það sem hann er að gera með gagnrýnum augum. Það er afskaplega mikilvægt að við stöndum vörð um rétt almennings til að beita lýðræðinu.“
Hér er fyrri hluti myndbands frá ráðstefnunni, Ræða Lars hefst á 16 mínútu.