Með öðru forsetatímabili Donald J. Trump hafa Bandaríkjamenn enn á ný skrifað pólitíska sögu sem sendir skjálfta út um allan heim. Íhaldssöm stjórnmálaöfl sem aðhyllast „heilbrigða skynsemi“ gegn pólitískum rétttrúnaði eða vók eða bara hreint og beint sósíalismanum, fá núna vind í seglin. Búast má við því að það verði raunin í Evrópu. Á síðasta ári færðist stjórnmálapendúllinn til hægri í mörgum löndum.
Að sögn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands (sjá X að neðan), mun endurkoma Donald Trumps í Hvíta húsið verða „kveikja nýrrar hægri öldu í Evrópu.“ Orbán hefur hafið „sókn til að yfirtaka Brussel.“ Reuters greinir frá:
– Föðurlandsræktaður forsætisráðherra, sem lengi hefur verið stuðningsmaður Trumps, sér fyrir sér „gulltímabil“ í samskiptum Bandaríkjanna og Ungverjalands undir forsetatíð Trumps. Þrátt fyrir hræðslutal ýmissa um fyrirhugaða tolla Bandaríkjanna á innfluttar vörur, þá mun jafnvel sólin skína öðruvísi í Brussel. Orban eykur taktinn í sókn íhaldsmanna í Evrópu:
„Nýr forseti í Bandaríkjunum, mikil fylking föðurlandsvina í Brussel og mikill eldmóður. Þannig að hin mikla sókn getur hafist. Hér með hleypi ég af stað öðrum áfanga sóknarinnar sem miðar að því að yfirtaka Brussel.“

Glóbaliztarnir geta ekki lengur hæðst að ESB-þinghópnum „Föðurlandsvinir Evrópu.“
- Til dæmis er Frelsisflokkur Austurríkis við það að taka völdin.
- Vaxandi flokkar íhaldsmanna eru í Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Grikklandi, Lettlandi og Póllandi.
- Þjóðfylking Marine Le Pen (RN) í Frakklandi nýtur mikils fylgis og undirbýr sig við að taka við völdum.
- Flokkur Orbáns í Ungverjalandi, Fidesz, hefur verið við völd síðan 2010.
- Lega flokkur Mateo Salvini, (League), er aðili að ítalska stjórnarsamstarfinu.
- Flokkur Geert Wilders, PVV í Hollandi, leiðir stjórnarsamstarfið.
- Chega (Nóg) flokkurinn í Portúgal og Vox á Spáni voru báðir viðstaddir embættistöku Donald J. Trump.
- Fidesz flokkur Orbán ásamt öðrum hægri flokkum stofnuðu flokkshópnn Föðurlandsvinir á ESB-þinginu á síðasta ári. Hópurinn er orðinn þriðji stærsti með 86 meðlimi.
ESB er í kreppu vegna þess að það tryggir ekki lengur velmegun borgaranna, gerir ekkert til að stöðva ólöglega fólksflutninga og aðildarríkin geta ekki lengur tryggt öryggi íbúa sinna. Orbán segir:
„Við í Ungverjalandi erum andstæðingar kerfisins í Brussel. Brussel er hernumið af fákeppni vinstri-frjálshyggju. Í kosningunum til ESB-þingsins vorum við nálægt raunverulegum möguleikum á nýjum hægri meirihluta sem gæti komið í stað Brussel-elítunnar.“
🇺🇸🇭🇺 Orban: “The executive orders signed by President Donald Trump will transform not only the US, but the entire world.
— Lord Bebo (@MyLordBebo) January 21, 2025
The rebellion against woke liberal democracy has entered a new stage. The time has come for patriotic forces to occupy Brussels!”
pic.twitter.com/FNWIWXdzib