„Tökum Brussel“ – Orbán segir tíma íhaldsmanna kominn í Evrópu

Með öðru forsetatímabili Donald J. Trump hafa Bandaríkjamenn enn á ný skrifað pólitíska sögu sem sendir skjálfta út um allan heim. Íhaldssöm stjórnmálaöfl sem aðhyllast „heilbrigða skynsemi“ gegn pólitískum rétttrúnaði eða vók eða bara hreint og beint sósíalismanum, fá núna vind í seglin. Búast má við því að það verði raunin í Evrópu. Á síðasta ári færðist stjórnmálapendúllinn til hægri í mörgum löndum.

Að sögn Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands (sjá X að neðan), mun endurkoma Donald Trumps í Hvíta húsið verða „kveikja nýrrar hægri öldu í Evrópu.“ Orbán hefur hafið „sókn til að yfirtaka Brussel.“ Reuters greinir frá:

– Föðurlandsræktaður forsætisráðherra, sem lengi hefur verið stuðningsmaður Trumps, sér fyrir sér „gulltímabil“ í samskiptum Bandaríkjanna og Ungverjalands undir forsetatíð Trumps. Þrátt fyrir hræðslutal ýmissa um fyrirhugaða tolla Bandaríkjanna á innfluttar vörur, þá mun jafnvel sólin skína öðruvísi í Brussel. Orban eykur taktinn í sókn íhaldsmanna í Evrópu:

„Nýr forseti í Bandaríkjunum, mikil fylking föðurlandsvina í Brussel og mikill eldmóður. Þannig að hin mikla sókn getur hafist. Hér með hleypi ég af stað öðrum áfanga sóknarinnar sem miðar að því að yfirtaka Brussel.“

Leiðtogar íhaldsmanna í ESB: Efri röð: Geert Wilders frá Hollandi, Jaroslaw Kaczynski frá Póllandi PiS, Jimmie Åkesson frá Svíþjóð, Santiago Abascal frá Spáni frá Vox. Neðri röð: Alice Weidel, þýska AfD, Mateo Salvini frá Ítalíu, Viktor Orbán frá Ungverjalandi, Marine Le Pen hjá franska RN.

Glóbaliztarnir geta ekki lengur hæðst að ESB-þinghópnum „Föðurlandsvinir Evrópu.“

  • Til dæmis er Frelsisflokkur Austurríkis við það að taka völdin.
  • Vaxandi flokkar íhaldsmanna eru í Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Grikklandi, Lettlandi og Póllandi.
  • Þjóðfylking Marine Le Pen (RN) í Frakklandi nýtur mikils fylgis og undirbýr sig við að taka við völdum.
  • Flokkur Orbáns í Ungverjalandi, Fidesz, hefur verið við völd síðan 2010.
  • Lega flokkur Mateo Salvini, (League), er aðili að ítalska stjórnarsamstarfinu.
  • Flokkur Geert Wilders, PVV í Hollandi, leiðir stjórnarsamstarfið.
  • Chega (Nóg) flokkurinn í Portúgal og Vox á Spáni voru báðir viðstaddir embættistöku Donald J. Trump.
  • Fidesz flokkur Orbán ásamt öðrum hægri flokkum stofnuðu flokkshópnn Föðurlandsvinir á ESB-þinginu á síðasta ári. Hópurinn er orðinn þriðji stærsti með 86 meðlimi.

ESB er í kreppu vegna þess að það tryggir ekki lengur velmegun borgaranna, gerir ekkert til að stöðva ólöglega fólksflutninga og aðildarríkin geta ekki lengur tryggt öryggi íbúa sinna. Orbán segir:

„Við í Ungverjalandi erum andstæðingar kerfisins í Brussel. Brussel er hernumið af fákeppni vinstri-frjálshyggju. Í kosningunum til ESB-þingsins vorum við nálægt raunverulegum möguleikum á nýjum hægri meirihluta sem gæti komið í stað Brussel-elítunnar.“

Fara efst á síðu