Þýska lögreglan: Innflytjendakreppan er umfram allt glæpakreppa

Enn á ný skekur fjölmenningarleg hnífaárás Þýskaland. Embættismenn fordæma verknaðinn, en nefna ekki ástæðuna. Tónninn hjá þýsku lögreglunni er annar.

Á föstudagskvöld átti sér stað hrottaleg hnífaárás í tengslum við 650 ára afmæli borgarinnar Solingen. Borgarstjórn vildi halda upp á afmælið og efnt var til fjölmenningarhátíðar „Festival der Vielfalt.”

Fjölmenningarhátíðin endaði hörmulega fyrir fleiri þátttakendur. Þrír voru stungnir til bana og átta særðust af manni með „arabískt útlit“ segir í frétt Bild.

„Hvenær byrjið þið að senda fólk heim?”

Ódæðið hefur vakið viðbrögð stjórnmálastéttarinnar, ekki síst þeirra stjórnmálamanna sem opnuðu á fjöldainnflutning til Þýskalands. Hins er sjálfsgagnrýnin fjarverandi og stjórnmálamennirnir „hissa“ á því sem gerðist.

Olaf Scholz kanslari skrifar á X um hið „hræðilega athæfi“ og að refsa ætti ódæðismanninum hörðustu refsingu. Margir á samfélagsmiðlum spyrja, hvort hann muni hefja umfangsmikið heimsendingarferli fljótlega.

Lögreglan talar tæpitungulaust

Sá sem ekkert reynir að fela tengingu fjölmenningar og ofbeldis er fyrsti varaformaður alríkislögreglusambandsins DPolG, Manuel Ostermann. Hann bendir óhræddur á orsök glæpsins og skrifar á X:

„Já, landið okkar hefur breyst, en ekki á jákvæðan hátt. Þýskaland er ekki lengur öruggt land. Það er gríðarlegt vandamál í Þýskalandi, að hnífar eru notaðir í glæpum. Innflytjendakreppan er umfram allt glæpakreppa og íslamistar eru stærsta ógnin við líf og heilsu. Það er ekki lengur hægt að banna að ræða þennan veruleika né hunsa.“

Þó að lögreglan sé notuð af hörku í „hatursmálum” þá eykst stöðugt gagnrýni á innflytjendamál innan lögreglunnar. Lögreglan í mörgum þýskum héruðum vill, að þjóðerni grunaðra glæpamanna verði gert opinbert.

Fara efst á síðu