Í tveimur miklum finnskum rannsóknum voru algeng viðhorf til „félagslegs réttlætis“ könnuð hjá mismunandi þjóðfélagshópum. Einnig var félagslegt réttlæti skoðað í tengslum við vellíðan fólks: kvíða, þunglyndi og hamingju. Það sýndi sig að konur eru helmingi „vókaðri“ en karlar.
Þátttakendur í rannsókn númer eitt voru háskólakennarar og nemendur auk fullorðinna sem ekki voru við nám í Finnlandi. Í rannsókn númer tvö var byggt á úrtaki á aldrinum 15-84 ára á landsvísu. Rannsóknirnar sýna sterka höfnun karla á slaufumenningu „vókisma.“ Í skýrslunni er hugtakinu „félagslegu réttlæti“ lýst:
„Á fyrstu áratugum aldarinnar varð tiltekið afbrigði félagslegs réttlætis aðal umræðuefni almennings í Bandaríkjunum og mörgum öðrum vestrænum löndum. Margt af þessum áherslum á félagslegt réttlæti hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undir mörgum nöfnum eins og til dæmis „fjölhrif (intersectionality)“ „andkynþáttafordómar“ og „vókismi.“
Stuðningur við „félagslegt réttlæti“ (critical social justice attitude, CSJA) endurspeglar tilhneigingu til:
- að skynja fólk fyrst og fremst sem aðila sjálfskynjunarhópa sem meðvitað eða ómeðvitað eru gerendur eða fórnarlömb kúgunar í ljósi hvernig maður upplifir valdamismun
- að beita sér fyrir lagasetningu um hvernig eða hversu mikið fólk talar og hvernig það bregst við ef það upplifir valdamismun á milli umræðuþátttakenda og leitast við að grípa inn í athafnir eða málflutning sem talinn er vera kúgandi
Sálfræðileg vanlíðan á vinstri kantinum
Höfundar rannsóknarinnar skrifa:
„Umræðan hefur að mestu verið án gagnagrunns og þess vegna getur það verið dýrmætt að rannsaka hversu útbreidd þessi viðhorf eru. Hingað til hefur ekkert áreiðanlegt og gilt tæki verið til sem mælir umfang og algengi þessara viðhorfa hjá ýmsum þjóðfélagshópum.“
Markmiðið rannsóknarstarfsins var því að skapa mælikvarða til að mæla viðhorf til „félagslegs réttlætis.“ Búinn var til sjö punkta kvarði sem var hannaður út frá 26 mismunandi spurningum umsækjenda. Að sögn höfunda var kvarðinn hannaður og fullgiltur með góðum árangri, með góðum módeli og áreiðanleika. Að auki var kannað hvernig viðhorf „félagslegs réttlætis“ tengist vellíðan.
„Margir höfundar hafa áður tengt gagnrýna afstöðu til félagslegs réttlætis við vanlíðan í starfi án þess að það hafi verið rannsakað sérstaklega.“
Í báðum rannsóknum voru há CSJAS stig (þ.e. meiri tilhneiging til að vera sammála skoðunum „félagslegs réttlætis“) tengd kvíða, þunglyndi og hamingjuskorti. Rannsókn tvö benti hins vegar til þess að þetta lægra stig vellíðan tengdist fyrst og fremst því að vera pólitískt vinstrisinnaður en ekki sérstaklega því að hafa hátt CSJAS stig.
Hér að neðan má sjá línurit af niðurstöðum skýrslunnar sem sýnir skynjun karla og kvenna.
Konur eru umtalsvert „vókaðri“ en karlar í svörum sínum. Einnig kom í ljós að vinstri menn eru almennt kvíðafyllri. Fólk sem studdi vinstri flokka og kvenkyns háskólanemar í félags-, menntunar- og hugvísindum, sem og fólk af „öðru“ kyni, studdu vókið einna mest (sjá grafið að neðan):