„Rasistaplöntur” endurskírðar

Núna er verið að endurskíra nöfn fjölda „rasískra” plöntutegunda svo enginn móðgist í framtíðinni (Mynd Freepik).

Alþjóðlega grasafræðiþingið var haldið 21. – 27. júlí í Madrid, höfuðborg Spánar. Í starfsvikunni fyrir þingið ákváðu margir af helstu grasafræðingum heims að breyta nöfnum á plöntum sem báru með sér „kynþáttafordóma.“

Ákvörðunin var tekin eftir sex daga langan fund í aðdraganda þingsins sem 100 fremstu vísindamenn grasa- og frasafræðinnar héldu. Niðurstaðan varð sú, að öllum plöntu-, sveppa- og þörunganöfnum sem innihalda orðið „caffra“ – sem gefur til kynna afrískan uppruna þeirra – verður skipt út fyrir orðið „affra.”

200 rasískar plöntutegundir

Komust grasaþrasafræðingarnir að því að hægt væri að tengja orðið „caffra” við hið niðrandi afríska hugtak „kaffer” (kaffrer í fleirtölu) sem var notað á tímum aðskilnaðarstefnunnar í Suður-Afríku. Þýðir það, að meira en 200 tegundir verða fyrir áhrifum, þar á meðal strandkóraltréð, sem framvegis mun heita Erythrina affra í stað Erythrina caffra.

Grasafræðingarnir samþykktu einnig að stofna sérstaka nefnd til að ákveða nafngiftir á nýfundnum plöntum, sveppum og þörungum. Venjulega eru nöfnin gefin af þeim sem fyrst lýsa þeim í vísindaritunum. Hins vegar getur nýstofnuð nefnd breytt nöfnunum ef þau eru talin móðgandi fyrir einhvern þjóðernishóp eða kynþátt.

Vandamál grasafræðinnar

Hitlerbjallan „Anophthalmus hitleri.” (Mynd: Wikipedia / Michael Munich).

Eru þessar nafnabreytingar fyrstu reglubreytingarnar um tegundaheiti sem flokkunarsérfræðingar hafa ákveðið. Sandy Knapp, grasafræðingur, hjá Náttúruminjasafninu í London er yfir sig hamingjusöm. Hún segir í viðtali við The Guardian:

„Þetta er virkilega frábært fyrsta skref til að takast á við spurningu sem orðin er raunverulegt vandamál innan grasafræðinnar og einnig í öðrum líffræðilegum vísindum.”

Grasafræðingarnir voru ósammála víðtækari nafnabreytingum á umdeildum sögulegum tegundarheitum í öðrum greinum. Til að mynda hefur mikið verið rætt um Hitlerbjöllunna „Anophthalmus hitleri” og Mússolíni malarfluguna „Hypopta mussolinii.”

Menningarbylting grasafræðinganna

Gideon Smith, plöntuflokkunarfræðingur

Prófessor Gideon Smith við Nelson Mandela háskólann í Suður-Afríku og samstarfsmaður hans, prófessor Estrela Figueiredo, lögðu til þvottinn á nöfnum rasistaplantnanna. Þeir hafa í mörg ár barist fyrir því að breytingar verði gerðar á alþjóðakerfi vísindaheita til að komast frá rasískum plöntum og dýrum og skíra þau pólitískum rétttrúnaðarnöfnum í staðinn.

Smith segir við The Guardian:

„Við erum mjög ánægð með afturvirkt og varanlegt brottnám niðrandi þjóðarbrota úr grasafræðinni. Það er mjög uppörvandi að yfir 60% alþjóðlegra samstarfsmanna okkar studdu þessa tillögu.”

Plöntufræðingum er meira í mun að fylgja pólitísku rétttrúnaðarbrjálæði en að varðveita söguna og tengsl nafnanna við hana. Fáránleiki rétttrúnaðarins breiðist sífellt út á fleiri sviðum – núna innan plöntufræðinnar.

Alþjóðlega plöntuþingið

Alþjóðlega plöntuþingið „International Botanical Congress, IBC,” er alþjóðlegt þing plöntufræðinga á öllum vísindasviðum sem haldinn er á sex ára fresti og fundarstaðir skiptast á milli heimsálfa. 19. þingið var haldið í Shenzhen, Kína, 17.-29. júlí, 2017. 20. þingið var haldið í Madríd, Spáni, 15.-27. júlí, 2024. Áætlað er að 21. þingið verði haldið í Höfðaborg, Suður-Afríku, í júlí 2029.

Fara efst á síðu