
Íris Erlingsdóttir hefur tekið saman yfirlitsgrein um það stríðsbrjálæði sem gripið hefur um sig meðal ráðamanna ESB og Bretlands. ESB samþykkti nýlega að breyta fjármagnskröfum sambandsins svo aðildarríkin geta tekið lán til að kaupa vopn og hervæðast. Talað er um að gera ESB að hernaðarveldi á heimsvísu og nú á að stofna svo kallað „Sparnaðar og fjárfestingasamband“ svo hægt verði að gera fjárnám í séreignum lífeyrissjóða og almennings til að kosta uppbyggingu hins mikla herveldis. Rætt er um að beita kjarnorkuvopnum og þjóðir ESB vilja senda hermenn í stríð við Rússland. Engu er líkar en að leiðtogar Evrópu séu búnir að missa vitglóruna. (Þetta er síðari hluti greinarinnar, þann fyrri má sjá hér).
Hin ókjörna Ursula von der Leyen er lifandi holdgervingur alls þess sem er rotið í hinni ofdekruðu elítu Vesturlanda. Þessi meðlimur ESB einræðisins – sem enginn kaus – blaðrar um nauðsyn þess að fjármagna stríðið í Úkraínu, en nefnir aldrei þarfir Evrópubúa. Evrópubúar treysta hvorki né trúa á ríkið og stofnanir þess – alveg eins og Bretar þegar þeir samþykktu Brexit, Bandaríkjamenn þegar þeir kusu Trump, Brasilíumenn þegar þeir kusu Bolsonaro, og Frakkar þegar þeir sendu flokk Marine Le Pen í fyrsta sætið.
Rætt um kjarnorkuvopn sem sjálfsögð vopn í nútíma hernaði
Vont versnar: „Frakkland er tilbúið til að ræða útvíkkun kjarnorkuvarna… Emmanuel Macron forseti varaði við því að ESB þyrfti í stríðsæsingnum að takast á við Bandaríkin sem draga sig í hlé og Rússland“ sagði New York Times í vikunni.
Þetta er sturlun. Mertz, hinn nýi kanslari Þýskalands vill evrópsk kjarnorkuvopn til að styrkja vörn Bandaríkjanna. „Við þurfum að verða sterkari saman í gegnum kjarnorkuvarnir,“ sagði hann. AfD telur einnig að Þýskaland þurfi kjarnorkuvopn, sem kemur ekki á óvart frá þjóðernissinnuðum flokki. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, talaði líka í vikunni um nauðsyn þess að Pólland „leitist við að fá kjarnorkuvopn.“
Hinir ókjörnu ESB embættismenn í Brussel, sem því miður stjórna stórum hluta Evrópu, stjórna þessum brenglaða stríðsæsingamálflutningi. Meðal þessara brjáluðu stríðshauka er Kaja Khalil, fv. forsætisráðherra Eistlands en eiginmaður hennar hefur grætt milljónir dollara á alls kyns braski í Rússlandi. Eftir hneyksli sagði Khalil af sér embætti forsætisráðherra, en það gerði hana hæfa til að verða einhvers konar – ókjörinn, að sjálfsögðu – utanríkisráðherra ESB. Í síðustu viku talaði hún um ástæður þess að Evrópa verði að takast á við Rússland og berjast við þá vegna Úkraínu, jafnvel þótt Bandaríkin ákveði að gera það ekki:
„Ég heyri yfirlýsingar frá bandarískum embættismönnum sem segja… þið getið ómögulega sigrað Rússland… sem er ekki satt. Ef við viljum senda skilaboð til félaga okkar í Asíu ef Kína ræðst á þá,… og Kína er miklu stærra hagkerfi en Rússland, með miklu stærri her…. svo ef við segjum… að við getum ekki í sameiningu þrýst nógu mikið á Rússland til að það hafi áhrif, hvernig segjum við þá að við getum tekist á við Kína?“
Hvað í dingaling er þetta fólk að hugsa?
Hvað í dingaling er þetta fólk að hugsa? Við ætlum að taka Rússland fyrst, sigra Rússland, svo við getum sýnt Kína að við getum líka tekið þá? Evrópska elítan hefur verið enn verri en sú bandaríska hvað varðar fíkn í og trú á göfugleika hins 80 ára gamla úrelta kerfis sem sjálfsdýrkandi elítan kallar „hið reglubundna alþjóðaskipulag.“ Eitt af því mikilvægasta sem Trump hefur gert er að stokka upp og kollvarpa þessu kerfi algjörlega.
Eins og gengur með allar róttækar breytingar, þá er niðurstaðan óviss. Ekkert er eins hættulegt og stríðið milli Rússlands og Úkraínu. Sem betur fer hefur það ekki breiðst út meira en fram að þessu.
Brjálæðislegur stríðsæsingur elítunnar í Evrópu er eldsvoði af fimmtu gráðu. Leiðtogar Evrópu sjá það ekki vegna þess að þeir búa í töfraheimi ranghugmynda. Þeim er augljóslega frjálst til að fara sínar eigin leiðir, saxa niður félagslega velferðarkerfið og beina fjármununum til vopnaframleiðenda, en hversu lengi munu evrópskir meðborgarar sætta sig við að vera án ríflegra félagsbóta sem þeir eru vanir að fá í hendurnar og eru kjarni evrópskrar sjálfsmyndar?
Þó að margir Evrópubúar virðast vera hlynntir stríði og styðja Úkraínu, þá unna þeir velferðarkerfinu enn meira. Ef leiðtogar þeirra ætla að „yfirgefa velferðina fyrir stríðsreksturinn“ þá bíður uppreisn almennings handan við hornið og enn verri vanvirðing en það virðingarleysi sem þeir glíma nú þegar við.