Græna svindlið: Gjaldþrot Northvolt er stærsta gjaldþrot í sögu Svíþjóðar

Northvolt var blásið upp af stjórnmálamönnum sem græn og sjálfbær rafgeymaframleiðsla fyrir rafbíla framtíðarinnar en endaði með sögulegu gjaldþroti. Bo Hansson, hagfræðingur, segir í Swebbtv, að Northvolt hafið skotist upp á himinn eins og sól en hrapað niður og brotlent eins og misheppnuð pönnukaka. Gjaldþrotið var óumflýjanlegt.

Það er í nýjasta samtalsþætti Swebbtv um efnahagsmál, sem Bo Hansson, fjármálasérfræðingur og Micael Hamberg hagfræðingur, ræða meðal annars um gjaldþrot Northvolt sem kom hvorugum þeirra á óvart. Michael Hamberg segir:

„ Við sögðum þegar á síðasta ári að gjaldþrot væri óumflýjanlegt. Og núna gerðist hið óumflýjanlega. Northvolt varð gjaldþrota. Og hundruði milljarða sænskra króna hverfa upp í reyk. Þúsundir starfsmanna verða atvinnulausir.“

Hefði átt að fara í gjaldþrot miklu fyrr

Bo Hansson segir:

„Ja, hvað getum við sagt um Northvolt? NoVolt, Skamvolt, DeadVolt. Við ræddum það í nóvember þar sem við sögðum að þetta myndi ekki ganga. Þeir munu ekki koma með næga peninga til að standa undir og viðhalda fyrirtækinu.“

Að sögn Hansson hefði öllu átt að vera lokið í nóvember. Halda mætti því fram, að stjórn fyrirtækisins hefði átt að vita betur:

„Við höfum haldið því fram. Mörg okkar hafa sagt þetta í nokkurn tíma. Þetta gengur ekki. Það er engin leið að snúa þessu sökkvandi skipi við. Engu að síður völdu þeir að reyna að halda rekstrinum áfram og tóku á sig mikinn auka lögfræðikostnað sem ekki bætti úr skák heldur dró andarslitrin á langinn. Framlengdu þjáningar allra birgja og lánardrottna. Þess vegna er það Northskömm að gera þetta með þessum hætti. Þetta er til skammar.“

Uppblásin bóla sem sprakk með hvelli

Hamberg segir að Northvolt endi sem sorgarsaga:

„Þetta hefur verið svo uppblásið bæði pólitískt og í viðskiptablöðunum. Það hefur verið talað um að við séum að grafa eftir gulli hérna í Svíþjóð. Svo endar það í gjaldþroti. Það má líklega draga þetta saman með orðunum: Upp eins og sól, niður eins og pönnukaka.“

Bo Hansson segir:

„Niður eins og pönnukaka sem splundrast.“

Hlýða má á viðtalið á sænsku hérna að neðan:

Fara efst á síðu