Ný met sett í fólksinnflutningi til OECD-ríkjanna árið 2023

Þegar aðeins nokkrar vikur eru eftir af árinu 2024 kemur ný skýrsla um fólksflutninga fyrir árið 2023 í heiminum. Samkvæmt skýrslunni voru ný met slegin í löglegum fólksflutningum til nokkurra af ríkustu löndum heims.

Á síðasta ári fluttu um 6,5 milljónir manna til einhverra af 38 löndum OECD. Metið frá árinu áður, 6 milljónir manns, var því slegið með um það bil 10%.

Samkvæmt Financial Times átti mesta aukningin sér stað í Stóra-Bretlandi, sem þrátt fyrir útgöngu úr ESB er áfram undirlagt miklum straumi löglegra og ólöglegra innflytjenda. Árið 2023 varð landið í fyrsta skipti stærsti viðtakandi löglegra innflytjenda á eftir Bandaríkjunum með nettóinnflutning upp á 750.000 manns.

Innflutningur náði nýjum hæðum 2023 hjá um það bil þriðjungi OECD-ríkja, þar á meðal Kanada, Frakklandi og Japan. Bandaríkin tóku á móti 1,2 milljónum löglegra innflytjenda.

Hælisleitendum fjölgar

Fjöldi nýrra hælisleitenda hjá OECD ríkjum jókst um 30% í 2,7 milljónir árið 2023. Er að miklu leyti um að ræða aukningu fólks sem kemur til Bandaríkjanna frá Venesúela, Kólumbíu, Níkaragva og Haítí. Bandaríkin einfengu yfir eina milljón hælisumsókna sem er meira en heildarfjöldi hælisumsókna í öllum Evrópuríkjum OECD samanlagt. Hér er ekki verið að ræða um alla þá ólöglegu innflytjendur sem koma sem valda miklum áhyggjum víðast hvar.

Í Bandaríkjunum hefur Trump barist fyrir því að loka landamærunum rétt eins og í fyrri forsetatíð. Lönd sem jafnan hafa verið meðal stærstu viðtakenda nýrra innflytjenda hafa einnig hert á á kröfum um innflytjendur. Kanada, Ástralía og Bretland hafa gert ráðstafanir til að takmarka vinnutengda fólksflutninga. Löndin þrjú eru einnig að endurskoða afstöðu sína til alþjóðlegra námsmanna en aukning þeirra veldur frekari þrýstingi á þegar þröngum húsnæðismörkuðum.

Fara efst á síðu