Mikil andstaða Breta gegn innfluttum morðingjum og ofbeldissinnum kom í ljós í sumar og haust í miklum mótmælum gegn óstjórn yfirvalda á innflytjendamálum og galopnum landamærum. Meðal annars mótmælir almenningur öllu bátafólkinu sem kemur ólöglega yfir Ermarsund til Bretlands. Vaxandi reiði almennings nær inn á breska þingið og einn þeirra sem ætlar að gera eitthvað í málunum er ekki óvænt Nigel Farage, formaður Umbótaflokksins.
Nigel Farage, flokksleiðtogi Reform UK vill ná ná tökum á landamærunum og stöðva ólöglegan innflutning fólks til Bretlands. Spurningin um að senda fólk úr landi er einnig uppi á borðinu og ekki síst eftir heimsókn Farage til Bandaríkjanna nýlega. Farage var viðstaddur einstæðan kosningasigur Donald Trump og fagnaði sigri Trumps eins og svo margir aðrir gerðu. Í Bandaríkjunum eru innflytjendamálin brennheit, ekki síst eftir stríðan straum ólöglegra innflytjenda gegnum landamæragatið við Mexíkó. Donald Trump hefur lofað að senda ólöglega innflytjendur út úr landinu en þeir eru í milljóna tali.
Eilíf barátta að stöðva ólöglega innflytjendur
Í september sagði Nigel Farage í viðtali við GB News að vísa ætti öllum ólöglegum innflytjendum úr landi. Hins vegar hefur hann litla trú á að það verði gert á meðan Bretland er aðili að mannréttindadómstól Evrópu. Þess vegna vill hann að Bretar segi sig frá dómstólnum og taki innflytjendamálin í eigin hendur sjálfir. Hann fékk spurninguna um hvort fjöldaútvísanir sem gætu verið á aðra milljón manns væru raunhæfar. Farage svaraði þá:
„Við verðum að stöðva allan ólöglegan innflutning en eins og ástandið er núna, þá er það pólitískur ómöguleiki að vísa hundruðum þúsunda manna úr landi. Það er einfaldlega ekki hægt að framfylgja því núna.”
Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum er Nigel Farage enn staðráðnari í að framkvæma fjöldaútvísun ólöglegra innflytjenda frá Bretlandi. Donald Trump er með áform um að vísa 11,2 milljónum ólöglegra innflytjenda úr landi. Í viðtali við álitsgjafann Winston Marshall segir Farage(sjá myndbút að neðan), að hann vilji framkvæma fjöldaútvísun 1,2 milljóna ólöglegra innflytjenda:
„Þurfum við að vísa fólki úr landi sem kemur hingað ólöglega? Já. Hversu langt aftur ættum við að fara? Þetta eru spurningar sem krefjast umhugsunar, því það er ekki auðvelt. Það sem er einfalt er að þeir munu halda áfram að koma yfir Ermarsundið, þeir munu halda áfram að koma inn á vörubílum og eftir öðrum leiðum, þar til við rekum alla úr landi sem komast inn á þann hátt.”
Farage sagði að einnig ætti að rekja út þá sem fremja glæpi og neita að aðlaga sig eins og að geta ekki talað ensku eftir tíu ára dvöl í landinu.
Hér að neðan má sjá stuttan bút úr viðtalinu við Winston Marshall og þar fyrir neðan er viðtalið við Farage á GB News í september:
🚨BREAKING: Nigel Farage makes it clear he WOULD deport 1.2m illegal migrants in a mass deportation scheme.
— Inevitable West (@Inevitablewest) November 16, 2024
He also says migrants who’ve ‘refused to integrate’ will be sent home.
All it took was one week with Trump. pic.twitter.com/gD2L9HCtJj