Hvað er „rússneski skuggaflotinn“ í Eystrasalti eiginlega? Samkvæmt sænska rithöfundinum og skipstjóranum Stefan Torssell eru þessi orð notuð til að skapa áhrif. Þeir sem hafa hingað til notið góðs af móðursýkinni á Eystrasalti eru Nató. Núna getur Nató „réttlætt nærveru sína á Eystrasalti“ segir Stefan á Swebbtv (sjá myndskeið á sænsku neðar á síðunni).
Rithöfundurinn og skipstjórinn Stefan Torssell og Mikael Willgert, þáttarstjórnandi Swebbtv, ræða meðal annars um meint skemmdarverk á neðansjávarstrengjum í Eystrasalti og hinn svo kallaða rússneska skuggaflota í Eystrasalti sem fjölmiðlar hafa á heilanum.
Neðansjávarstrengir í Eystrarsalti bila nokkur hundruð sinnum á hverju ári
Nató sendi nýlega tvö herskip inn á Eystrasalt og sænska ríkisstjórnin skrifaði 12. janúar að „Nató væri að undirbúa aukna viðveru í Eystrasalti.“ Að neðansjávarstrengir bila vegna slits eða slysa er hvorki nýtt né óvenjulegt. Það gerist nokkur hundruð sinnum á ári. En núna er verið að hræða fólk með því.
Eystrasalt orðið að Natóhafi
Þegar Finnland og Svíþjóð gengu með í Nató var varað við því að átakalínan milli stórveldanna myndi færast til Norður-Evrópu og Eystrasalts. Það er það sem virðist vera að gerast þessa dagana. Stefan Torssel segir um Eystrarsalt:
„Núna er það orðið að Natóhafi.“
Það er enginn „rússneskur skuggafloti“
Mikael Willgert segir yfirvöld hræða fólk til að réttlætta aukið brölt Nató á Eystrarsalti. Og hverjir græða á hræðsluáróðrinum? Torssell segir:
„Nató fagnar þessu. Núna hefur Nató fulla ástæðu til að koma með skipin sín. Þeir sem fylgjast með þessu geta velt því fyrir sér. Það er ekkert til sem heitir rússneskur skuggafloti, þetta eru bara hlaðin orð. Hverjir eru það sem hafa markmið hér? Þeir sem hafa notið góðs af þessu hingað til eru Nató, því núna geta þeir réttlætt viðveru sína á öllu Eystrasalti.“