Munum berjast til síðasta háns

Eftir að hafa gengið í Nató, þá hefur sænski herinn nútímavætt boðskap sinn og lofar nú að berjast til „hinsta háns“ fyrir samkynhneigð, Bandaríkjunum og Nató. Auglýsingaherferð hersins í Sænska dagblaðinu SvD vekur athygli … og jafnframt gagnrýni.

Sænski herinn birti nýja auglýsingu í SvD, þar sem fókus er á að efla samkynhneigð og trúnað við Bandaríkin og Nató. Í auglýsingunni á forsíðu blaðsins segir:

„Við munum berjast allt til enda. Við erum stolt af því að verja Svíþjóð, bandamenn okkar og rétt okkar til að auðkenna okkur nákvæmlega eins og við viljum.“

Verkefni hersins er að verja Svíþjóð

Í tíð Micael Bydén sem hershöfðingja hefur herinn fjárfest í baráttu fyrir samkynhneigðum samfara hlutverki sínu að verja Svíþjóð. Nýlega skrifaði Svíþjóð undir varnarsáttmála við Bandaríkin sem gefur Nató yfirráð yfir sænska hernum og herstöðvum í Nató. Það er hins vegar ekki verkefni hersins að taka þátt í stjórnmálabaráttu innanlands eins og til dæmis í réttindamálum samkynhneigðra.

Í lýsingu ríkisstjórnarinnar um hlutverk hersins segir:

„Aðalverkefni hersins er að verja Svíþjóð og bandamenn gegn vopnaðri árás.“

Í reglum um hlutverk hersins er hvergi minnst á kynhneigð hermanna eða pólitískan rétttrúnað nema að stefnt er að jafnrétti kvenna og karla. Samkvæmt þessu má túlka málið þannig, að sænski herinn sé að brjóta lög ef hann notar fjárveitingar þingsins til að „verja rétt okkar til að auðkenna okkur nákvæmlega eins og við viljum“ í stað hernaðarvarna.

Einn þeirra sem gagrýnir að peningar til hersins fari í pólitíska skoðanamyndun er Stefan Olsson hjá móderötum. Hann skrifar á X:

„Stendur það í reglugerð sænska hersins að herinn eigi að stunda kynafneitandi herferðir? Ég held reyndar ekki.“

Her fjölbreytileika án aðgreiningar

Johan Landeström, markaðsstjóri hjá sænska hernum, segir í fréttatilkynningu:

„Herinn hefur lengi unnið að því að efla fjölbreytileika og nám án aðgreiningar. Þessi herferð er enn eitt skrefið til að sýna hversu mikilvægt það er að minna á jafnt gildi allra. Við teljum að fjölbreytileikinn efli varnir okkar og geri okkur betur í stakk búin til að takast á við framtíðina.“

Fara efst á síðu