Í skýrslu sænsku ríkisstjórnarinnar er gefið til kynna að banna beri samkomur með vísan til þjóðaröryggis. Jan Guillou, rithöfundur, segir að þetta þýði að leynilögreglan Säpo, sem hann kallar „pólitíska lögreglu“ muni starfa sem ritskoðunarvald.
Sænska ríkisstjórnin kynnti skýrslu í byrjun júlí rannsókn sem leggur til umfangsmiklar takmarkanir á tjáningarfrelsi einstaklinga í Svíþjóð. Upphaflega var sagt að banna ætti brennu Kóransins en lagatillagan er mun víðtækari.
Frumvarpið felur í sér að banna megi samkomur, þótt ekki sé um áþreifanlega staðbundna ógn að ræða með vísan til almennrar ógnar við öryggi ríkisins.
Leynilögreglunni Säpo falin ábyrgð á ritskoðuninni
Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jan Guillou skrifar í Aftonbladet, að í reynd þýði þetta að hægt sé að banna allt sem „angrar yfirvöld.“ Guillou gagnrýnir sérstaklega, að Säpo hafi fengið það hlutverk að banna það sem er óþægilegt. Guillou skrifar:
„Þetta er óneitanlega eins og að gera geithafurinn að trjágarðsmeistara. Pólitíska lögreglan okkar er örugglega (!) sá ákvörðunaraðili í Svíþjóð sem hefur sýnt minnstan skilning á lýðræðisreglum.”
Ástæður fyrir ákvörðun um ritskoðun verði leynilegar
Guillou bendir einnig á, hvatirnar á bak við ákvarðanirnar séu leynilegar sem myndi þýða, að allt mögulegt sé bannað án þess að nokkur fái nokkurn tíma að vita hvers vegna. Guillou heldur áfram:
„Eins og það sé ekki nógu slæmt að gera Säpo ábyrgt fyrir þessari ritskoðun, þá er einnig lagt til í skýrslunni, að ástæður Säpo að bak ákvörðunum sínum verði gerðar leynilegar.”
Með gagnrýni sinni bætist Guillou í hóp fjölda sérfræðinga sem hafa gagnrýnt tillöguna, þar á meðal tjáningarfrelsissérfræðinginn Nils Funcke sem telur að það verði aðrir en stjórnmálamenn sem ákveða hvaða hugsanir verði löglegar í Svíþjóð.
Óvíst er hvort tillagan hljóti stuðning á þingi, þar sem Svíþjóðardemókratar og Sósíaldemókratar hafa hingað til verið andvígir henni. Óheilagt bandalag þessara tveggja flokka gæti því stöðvað tillöguna.