Bændur ætla ekki að horfa á dauða landbúnaðarins án mótmæla. Enn og aftur þurfa franskir bændur að rísa upp gegn stjórnmálamönnum sem ráðast á landbúnaðinn með auknum álögum, íþyngjandi reglum og ósamkeppnisbærum matarinnflutningi. Þjóðólfur greindi frá mótmælum bænda í Bretlandi gegn „dauðaskatti“ Verkamannaflokksins og núna koma fréttir af mótmælum franskra bænda sem berjast fyrir lífi bændastéttarinnar.
Frönsku bændurnir hafa mótmælt í nokkra daga samkvæmt fréttum The Local. Í þetta sinn mótmæla þeir meðal annars samkomulagi Frakklands og svonefndra Mercosur-ríkja – Argentínu, Brasilíu, Paragvæ, Úrúgvæ og Venesúela. Viðkomandi ríki þurfa ekki að starfa á sama grundvelli og franskir og aðrir bændur innan ESB sem eru böggum hlaðnir af álögum, loftslagssköttum, reglugerðarfargani og almennu hatri stalínískra glóbalizta sem þola ekki sjálfstæða smábændur. Franskir bændur eru í erfiðleikum með að ná endum saman og Mercosur samningurinn hefur hrikalegar afleiðingar til lækkunar franskra landbúnaðarafurða sem bændur geta ekki tekið á sig lengur.
Mótmæla allan nóvembermánuð
France24 skrifar að frönsku bændurnir muni mótmæla út nóvember mánuð. Þeir hafa þegar skipulagt „dráttarvélalest“ til að loka verslunarhöfn Bordeaux í Bassens.
Reiðir bændur hafa einnig staflað upp dekkjum til að hindra aðgang að höfninni. Einn mótmælandi tengdur bændasamtökunum sagði við France24:
„Við mótmælum og viljum að landbúnaðarráðherrann skrifi á blað innan 15 daga að allir eigi að fylgja sömu reglum og fara eftir sömu reglum og Evrópubúar. Við krefjumst að það sé lágmarkið.“
Bændur hafa dreift mykju og matarafgöngum til að mótmæla ódýrum innflutningi matvæla. FNSEA, stærstu bændasamtök landsins, er einn af skipuleggjendum mótmælanna. Arnaud Rousseau, formaður bændasamtakanna segir:
„Við setjum þrýsting enn á ný á yfirvöld til að fordæma það sem er óviðunandi. Og ég endurtek, alltaf með virðingu fyrir fólki og eignum.“
Hér má sjá nokkur myndskeið af mótmælunum og þar fyrir neðan stutta útskýringarmynd a ástandinu:
🚨BREAKING: Farmers and allies blocked hundreds of roads using farming equipment in France yesterday.
— Inevitable West (@Inevitablewest) November 21, 2024
Europe MUST reject communism. pic.twitter.com/OVtuN4ynRE
French farmers throw manure on health insurance offices. pic.twitter.com/zCkY18TPRb
— RadioGenoa (@RadioGenoa) November 19, 2024
France👇
— Truthseeker (@Xx17965797N) November 22, 2024
Bins of waste are dumped by the Angry Farmers of Lot-et-Garonne to block access to Agen Agora pic.twitter.com/46YQOncZNw
Des dizaines de tracteurs convergent dans le centre-ville de Rodez avant de mener des actions dans l'après-midi.
— Luc Auffret (@LucAuffret) November 19, 2024
Ils vont rester sur place jusqu'à demain avant de se diriger vers Toulouse pour des blocages.#AgriculteursEnColere #agriculteurs pic.twitter.com/sPF90L58Hb