Seymour Hersh. Mynd © Institute for Policy Studies (CC 2.0)
Rannsóknarblaðamaðurinn Seyomor Hers skrifar í nýrri grein á Substack, að það sem standi í vegi fyrir friði á Gaza sé „kæruleysi, siðspilling og óskynsemi” Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels.
Hinn goðsagnakenndi blaðamaður Seymour Hersh ræðst gegn utanríkisstefnu Joe Biden Bandaríkjaforseta. Bæði Bandaríkin og Miðausturlönd eru í kreppu sem er að hluta til vegna misheppnaðrar stefnu Biden, segir Hersh. Að mati Hersh, þá hefur lykilatriði verið:
„Vanhæfni Biden til að skilja kæruleysi og siðspillingu Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Hatur Netanyahu á Palestínumönnum hefur núna komið Miðausturlöndum og Bandaríkjunum á barm stríðs sem hvorki er æskilegt né nauðsynlegt.”
Bandaríkjaþing í höndum vopnaframleiðenda
Hersh segir enn fremur, að Biden hafi ekki samið um lausn á Úkraínustríðinu – og Rússland sé að vinna stríðið. En sökin er ekki eingöngu Joe Biden, bendir hann á:
„Meirihluti demókrata og repúblikana á þingi greiða reglulega atkvæði um að senda milljarða dollara til að styðja spillta og misheppnaða ríkisstjórn í Úkraínu. Á sama hátt heimila þeir sprengjur og skriðdrekavopn til Ísraels til notkunar á Gaza. Hamas, sem hefur verið fjármagnað um árabil af Katar, að beiðni Netanyahus, er langt frá því að vera sigrað og núna er ljóst, að Netanyahu hefur verið sá sem hefur staðið gegn vopnahléi, þrátt fyrir þrýsting – eða réttara sagt beiðni frá Hvíta húsinu.”
Svo lengi sem Netanyahu stjórnar Ísrael verður enginn friður á Gaza, segir Hers. Hætta er á að Bandaríkin og Miðausturlönd dragist inn í stærra stríð á svæðinu.