Evrukommúnisminn: Í staðinn fyrir núll losun fáum við núll hagvöxt

Pólska ESB-þingkonan og blaðamaðurinn Ewa Zajączkowska-Hernik tilheyrir Evrópuhópi fullvalda þjóða og skorast þess vegna ekki undan að gagnrýna hina nýu framkvæmdastjórn ESB. Hún sagði nýlega: „Þetta mun allt saman enda með ósköpum.“

Ewa Zajączkowska-Hernik hélt vægast sagt gagnrýna ræðu á framkvæmdastjórnina og þá ömurlegu loftslagsstefnu sem ESB leiðir. Hún velti því meðal annars fyrir sér fyrir hverja framkvæmdastjórnin sé raunverulega að vinna:

„Glóbalizta, kínverska hagsmuni eða stórfyrirtæki? Eitt er víst – það eru ekki hagsmunir Evrópubúa eða Pólverja.“

Að sögn Zajączkowska-Hernik hefur valdaelíta ESB skapað plágu fyrir venjulegt fólk í Evrópu. ESB er að eyðileggja auðkenni þjóðríkisins. Hún sagði:

„Sú Evrópa sem þið skapið er heimsálfa hræsni og kvíða hjá venjulegu fólki. Himinhátt orkuverð og bann við bílum. Þegar horft er á samsetningu framkvæmdastjórnarinnar þá er það evrukommúnismi í sinni verstu mynd. Grænt brjálæði, núll samkeppnishæfni… Þetta mun allt enda með ósköpum. Í stað núll losun þá fáum við núll hagvöxt. Áætlun ykkar fyrir Evrópu eru sogrör úr pappír og tappar sem eru fastir við flöskurnar.“

Fara efst á síðu