Sænski hagfræðingurinn Bo Hansson segir í viðtali við SwebbTV að til þess að ESB geti lifað af og evrópsk fyrirtæki verði samkeppnishæf, þá verður að hætta öllum „loftslagsráðstöfunum.“ Hann ræðir um gjaldþrot græna bransans eins og Northvolt og fleiri fyrirtæki á barmi gjaldþrots. Einnig verkefni eins og að „fanga“ koltvísýring en Orkustofnun Stokkhólmsborgar ætlar að byggja risastóra koltvísýringsryksugu í borginni fyrir skattfé almennigns.
Bo Hansson segir að hann hafi spurt Stockholm Exergi spurninga varðandi verkefnið að „fanga“ koltvísýring í andrúmsloftinu. Fyrirtækið mun byggja 13 milljarða sænskra króna verksmiðju til þess að ryksuga koltvísýring úr andrúmsloftinu. Sænska orkustofnunin hefur úthlutað 20 milljörðum sænskra króna.
Hansson vildi fá áþreifanlegri svör um þetta, eins og hvernig kostnaðar- og áhættumyndin lítur út.
En það var ekki svo auðvelt að fá svör. Hann fékk bara svör við algengustu spurningum dagsins. Hansson segir:
„Þeir vísa til almennra algengra spurninga sem spurt er um (Q&A). Þeir segja í ónákvæmu jákvæðu svari að allt verði frábært og svara almennt um framkvæmdir án þess að gefa nein ítarleg svör.“
Stockholm Exergi er með samning við Microsoft. Það hafði Nortvolt líka sem núna er til sölu á nauðungaruppboði. Hægt er að taka til baka slíka samninga, bendir Bo Hansson á.
Yfirgrípandi vandamál finnast. Bo Hansson segir:
„Þetta snýr að skipulagsvanda alls ESB. Ef ESB á að komast af og lifa fram að 2030 verður að hætta við allt það sem hefur með „koltvísýringsórana að gera.“ Ef ESB á að verða samkeppnishæft og lifa af þá verður allt þetta að fara.“