Pútín gæti krafist þess að Svíþjóð segi sig úr Nató. En fullyrðingar af þessu tagi eru einungis persónulegar vangaveltur og atburðarás sem síðan er lýst sem einhvers konar sannleika. Það segir Sergei Belyaev, sendiherra Rússlands í Svíþjóð, í nýju viðtali á Swebbtv og bendir á að þannig virki „áróður.“
Belyajev segir að engin samskipti séu á milli Svíþjóðar og Rússlands á pólitískum vettvangi. Það er enginn áhugi á sambandinu af hálfu Svía.
Rússneski sendiherrann sér engan möguleika á þeirri stöðu að Rússar muni til dæmis krefjast þess af Svíum að þeir gangi úr Nató. „Sérfræðingar“ á Vesturlöndum geta hins vegar fullyrt um slíkt.
Hann telur að meint ógn frá Rússum grundvallist ekki á raunveruleikanum heldur á eigin vangaveltum sem síðan eru settar fram sem hugur Rússa.
„Það er athyglisvert að sumir sænskir og finnskir vísindamenn ræða þennan möguleika sín á milli og ákveða síðan að það séu Rússar sem hugsi þannig. Þetta eru vangaveltur. Rússar hafa ekki í hyggju að ráðast á Gotland, svo dæmi séu tekin. En vísindamenn og blaðamenn í Svíþjóð þróa mismunandi sviðsmyndir um hvernig það gæti gerst. Að endingu þá trúa þeir því sjálfir að Rússland sé að ógna Svíþjóð og muni gera innrás.“
Samkvæmt Belyaev er þetta þannig sem „áróðurinn virkar.“ En Svíar ættu ekki að hafa áhyggjur segir hann:
„Málið er að mannkynssagan hefur sýnt, að það er betra að bæta öryggi sitt með pólitískum eða diplómatískum hætti í staðinn fyrir að búa sig undir stríð.“
Sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum hérna að neðan: