ESB-þingið samþykkir árásir á Rússland: 425 já, 131 nei, 63 sátu hjá

Evrópuþingið hefur greitt atkvæði með ályktun, þar sem skorað er á öll aðildarríkin að heimila Úkraínu að beita vestrænum langdrægum vopnum „tafarlaust” til að ráðast á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í Rússlandi sem gæti jafnvel átt við Moskvu. Samkvæmt Vladimir Pútín, þýðir þetta þriðju heimsstyrjöldina á milli ESB, Nató og Rússlands.

ESB hvetur aðildarríkin til að „aflétta tafarlaust hömlum á notkun vopnakerfa frá Vesturlöndum“ svo Úkraína geti strax hafið árásir á Rússland.

425 fulltrúar greiddu atkvæði með, 131 greiddu sögðu nei og 63 sátu hjá, segir í frétt Politico.

Í grein 8 í ályktuninni (sjá pdf að neðan) segir, að Evrópusambandið:

„8. Skorar á aðildarríkin að aflétta þegar í stað hömlum á notkun vestrænna vopnakerfa sem Úkraínu hefur fengið og beita þeim gegn lögmætum hernaðarlegum skotmörkum á rússnesku yfirráðasvæði, sem takmarka getu Úkraínu til að fullnýta rétt sinn til sjálfsvarnar samkvæmt alþjóðalögum, þegar Úkraínu verður fyrir árásum á íbúa sína og innviði.”

Í næstu viku mun Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hitta Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til að ræða málið. Fundur verður í Sameinuðu þjóðunum í næstu viku og má búast við umræðum um málið þar.

Þýskaland hefur fram að þessu neitað að senda Taurus langdrægar eldflaugar sínar til Úkraínu en bæði Frakkland og Ítalía hafa sent Scalp eldflaugar til Úkraínu. Bandaríkin og Bretland eru í samstarfi og Bretland hefur fyrir sitt leyti gefið grænt á notkun Stormskugga eldflaugar frá Bretlandi og beðið er eftir opinberri yfirlýsingu Joe Biden um að Úkraína noti langdrægar ATACMS eldflaugar Bandaríkjanna sem þegar eru komnar og eru á leiðinni til Úkraínu.

Stríðssérfræðingar benda á að slíkt leyfi verið gefið eftir fyrstu árás með slíkum eldflaugum á Rússland, svo Rússar viti ekki fyrir fram hvenær Úkraínumenn noti flaugarnar.

Pútín hefur útskýrt, að Úkraínumenn ráði ekki yfir þeirri gervihnattatækni sem notuð er til að stýra flaugunum á skotmörkin og því munu Rússar líta svo á, að um árás þeirra þjóða sem stjórna árásunum þýði sjálfkrafa að viðkomandi sé kominn í beint stríð gegn Rússlandi. Forsetakjör nálgast í Bandaríkjunum og svo virðist sem verið sé að flýta árásarferlinu og koma því á laggir, áður en Trump kemst hugsanlega til valda á ný en eitt af kosningaloforðum Trumps er að stöðva Úkraínustríðið og semja um frið.

Sjá má ályktun ESB-þingsins hér að neðan:

Fara efst á síðu