Það gengur hægt í Svíþjóð að hækka hlutfall upplýstra glæpa. Þrátt fyrir að sænska ríkisstjórnin hafi aukið fjárlög til lögreglunnar með 80% frá 1917 og lögreglumenn sem rannsaka afbrot séu 30% fleiri í dag, þá hefur fjöldi afbrota sem upplýstur er ekkert breyst samkvæmt úttekt fyrirbyggjandi afbrotaráðsins Brå. Einungis 19% glæpa upplýsist. Það eru því 80% líkur fyrir afbrotamenn almennt að komast hjá refsingu.
Lögreglumönnum sem rannsaka alvarleg afbrot hefur fjölgað um ríflega 30% á milli áranna 2018 og 2023. Hlutfall upplýstra brota er einungis 19% og hefur staðið í stað allan tímann. Samkvæmt Brå hefur alvarlegum glæpum fjölgað umtalsvert á þessum tíma og eru einnig mun flóknari. Kristin Franke Björkman, rannsóknarlögreglumaður hjá Brå segir:
„Við sjáum að lögreglan hefur ekki haft næga getu til að mæta þróun alvarlegra afbrota undanfarin ár. Starfsmannafjölgun hefur átt sér stað of seint miðað við þróun afbrota og erfiðara hefur verið að finna starfsfólk með rétta starfsgetu. Ástandið er sérstaklega alvarlegt í Stokkhólmi.“
70% ofbeldisglæpa óleystir
Ljósi punkturinn er að 3% fleiri alvarlegir glæpir sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi eins og sprengingum og skotárásum upplýsast, fara úr 27 í 30% á tímabilinu. Afbrotum af þessu tagi hefur greinilega verið forgangsraðað sem að hluta til hefur bitnað á rannsóknum annars konar afbrota. Samt sem áður eru 70% líkur á að morðingi komist hjá refsingu sem sýnir óásættanlegt ástand í Svíþjóð. Lina Fjelkegård starfsmaður Brå segir í tilkynningu:
„Til þess að takast á við alvarlegustu afbrotin hefur lausnin oft verið sú að fá lánað starfsfólk frá öðrum hlutum stjórnvalda sem sinna að jafnaði ekki alvarlegum afbrotum. Slíkar tímabundnar tilfærslur eru ekki hagkvæm nýting á starfsmannahaldi heldur skapa „gat“ sem er flutt er innan kerfisins.“
Auk þess að flytja starfsfólk hefur það einnig færst í aukana að gróf afbrot eru ekki rannsökuð af sérhæfðum hópum heldur lögregluumdæmum á staðnum. Það tekur tíma frá rannsókn lögreglunnar á öðrum afbrotum. Greiningar Brå sýna að staðbundin lögreglusvæði með hátt hlutfall grófra glæpa hafa lélegri útkomu hvað snertir fjöldaafbrot.
Einungis 14% afbrota „í nánu sambandi“ leysast
Brå hefur einnig greint frá niðurstöðum rannsóknar um glæpi í nánu sambandi. Eru það nauðganir, glæpir gegn börnum og glæpir gegn viðkvæmum fórnarlömbum. Frá því að efling úrræða hófst hefur starfsmönnum sem rannsaka þessi glæpi fjölgað um 70% á sama tíma og málafjöldi hefur haldist stöðugur. Þrátt fyrir þessa þróun hefur lausn afbrota aðeins aukist úr 12 í 14%. Kristin Franke Björkman segir:
„Mikil fjölgun starfsmanna hefur ekki skilað þeim árangri sem búast mátti við, hvað varðar glæpi gegn viðkvæmum fórnarlömbum. Hér eru forsendur til að auka við lausnir afbrotamála án fjölgun starfsmanna. Starfsmannahald er óstöðugt á ýmsum stöðum með miklum fjarvistum og annmörkum í stjórn og eftirliti og það þurfa yfirvöld að endurskoða.“