Dr. Phil McGraw gerði undantekningu á pólitísku hlutleysi sínu og steig á sviðið í Madison Square Garden á kosningafundi Donald Trump í gær og hélt þrumuræðu til Bandaríkjamanna um einelti og hrekkjabrögð í stjórnmálum dagsins. Hann sagðist ekki vera sérfræðingur í stjórnmálum en hann væri sérfræðingur í einelti og fordæmdi hina vaxandi menningu pólitísks eineltis undir forystu demókrata. Hann hvatti til sameiningar Bandaríkjamanna burtséð frá hvaða flokk fólk kýs. – Hvílík hvatningarræða, hvílíkur sameiningarkraftur. Dr. Phil hreif alla með sér og sagðist elska áheyrendur fyrir það að þora að standa upp fyrir réttlætinu og elska þjóð sína.
Dr. Phil byrjaði með því að lýsa því yfir að hann elskaði þjóð sína, Bandaríkin. Hann lagði áherslu á mikilvægi ættjarðarástar og réttinn til að tjá mismunandi stjórnmálaskoðanir. Dr. Phil sagði:
„Ég er hér til að ræða við og verja það fólk sem hefur lýst yfir stuðningi við Donald J. Trump. Vegna þess að þið vitið hvað gerist, þegar einhver segir: „Hæ, ég ætla að kjósa repúblikana?“ Viðkomandi verður sniðgenginn, ofsóttur, jaðarsettur, útilokaður og jafnvel rekinn úr starfi.“
Dr. Phil segir um alvarlegt einelti vera að ræða. Hér að neðan er hlutar úr ræðu Dr. Phil í lauslegri þýðingu:
Donald Trump er seigur eins og hermannastígvél
– Þið lítið alveg út eins og þið gerið þegar ég er í sjónvarpinu…. ég elska ykkur fyrir að unna Bandaríkjunum það mikið að þið komuð hingað í kvöld. Þakka ykkur kærlega fyrir það. Ég verð að segja ykkur að ég elska þetta land. ég geri það. Ég elska þetta land. Ég stend upp þegar fáninn fer fram hjá mér. Ég legg höndina yfir hjartað þegar þjóðsöngur okkar er fluttur. Ég er svo stoltur af því að sjá hversu margir taka sér tíma til að koma hingað og verja þetta land.
„Merkilegt nokk þá er ég ekki hér bara til að verja Donald J. Trump. Drottinn veit að hann þarf ekki á mér að halda til að verja sig. Hann er seigur eins og gamalt hermannastígvél. Hann á fullt af óvinum, mismunandi hópum sem eru hræddir.“
„Þeir hafa dregið hann fyrir ríkisrétt, sakfellt hann, ráðist inn á heimili hans, borið á hann falskar sakir, skotið á hann og kært hann. Og hvar er hann? Hann stendur enn uppréttur. Hann heldur bara áfram af því að hann elskar líka þetta land.“
Sækjumst eftir árangri – ekki fullkomnun
– Ég get verið heiðarlegur og sagt að mér líkar ekki eða er sammála öllu því sem Donald Trump gerir eða segir. Ég meina – enginn er sammála öllu eða líkar við allt sem einhver annar segir eða gerir, ekki satt? Enginn er fullkominn. Við erum ekki að sækjast eftir fullkomnun. Við sækjumst efir árangri. En það þarf ekki að elska öll smáatriðin hjá þeim sem maður ann til að elska hann.
Því næst vék Dr. Phil sér að eineltinu sem hann segir orðið hættulegt í bandarískum stjórnmálum.
– Núna tölum við um það sem ég veit mikið um. Núna erum við á mínum vallarhelming. Ég er kannski ekki sérfræðingur í stjórnmálum en ég er sérfræðingur í einelti. Einelti er þegar þú leitast við að skaða einhvern, hræða, þvinga, valda vanlíðan, ótta eða skapa hættu fyrir velferð þeirra.
Munurinn á einelti og rökræðu
– Einelti getur verið líkamlegt, málfarslegt, einelti í tengslum milli fólks eða einelti á netinu. Það er alltaf rangt…. Það er alltaf rangt þegar einhver er lagður í einelti. Það er það sem er í gangi…. Forsendan fyrir einelti er valdaójafnvægi. Þegar sú forsenda er ekki fyrir hendi, þá er um rökræðu að ræða og Trump kann hana betur en nokkur annar. Það kallast rökræða. Það kallast að rífast. Það getur jafnvel þýtt að uppnefna fólk en það er ekki einelti nema að það sé valdaójafnvægi….Þegar demókratar og Harris kalla Trump fasista, Hitler, kynþáttahatara, konuhatara eða skúrk, er það þá einelti? Eiginlega ekki en það er ljótt.
Í fyrstu viðbót stjórnarskrárinnar sem við virðum öll er ekkert valdaójafnvægi, þannig að það er ekki einelti. Það er sama og þegar hann gerir það. Slíkt er kannski ekki besta notkun á kraftinum. En þegar þú ræðst á almenning, þegar þú ræðst á meðborgara og þú notar kraft Internetsins til að koma af stað múghugsun og hvetur fólk til að safnast saman til eineltis, þá er það meira en ljótt.
Það er það sem er að gerast í þessu landi núna og það er bara alls ekki í lagi. Þetta er valdaójafnvægi og það er kominn tími til að hvert og eitt okkar hætti slíku. Við verðum að hætta þessu núna. Það er kominn tími til að við ýtum slaufumenningunni til baka. Það er kominn tími til að við ýtum ásökununum til baka.
Þetta land var byggt á dugnaði fólks og það á að halda áfram að byggja það á dugnaði fólks. Eldri fjölmiðlar eru búnir að selja sig. Ég skal segja ykkur, að eitt kvöldið þegar ég snæddi kvöldmat með Robin konunni minni ….. þá sagði ég: Fjandakornið, ég er orðinn þreyttur á að hlusta á allt þetta fjölmiðlablaður. Robin sagði án þess að líta upp: Já en þú ert með fjölmiðil. Af hverju gerirðu þá ekki eitthvað í málunum? ….
Fjölmiðlarnir hafa villst af leið
„Þið sem eruð hér eruð ekki hér vegna þess að þið séuð heimsk. Það þarf ekki að segja ykkur hvað þið eigið að hugsa. Staðreyndir duga fyrir ykkur. Þið eruð hér vegna þess að þið hafið staðreyndirnar ekki satt? Þið eruð hér vegna þess að þekkið þegar eldri fjölmiðlar breyta svörum og matreiða það sem þeir vilja að þið heyrið í stað sannleikans. Þegar farið er að breyta svörum frambjóðenda, þá er búið að fleygja siðferðis áttavitanum.”
– Fjölmiðlarnir hafa villst af leið. Ég myndi elska að segja að það væri jafnt á báða bóga, en ég ábyrgist að þegar Beyoncé, George Clooney, De Niro og Lizzo komu og sögðust ætla að kjósa Kamala Harris, var þá nokkur í fjölmiðlum sem gagnrýndi það? Nei. En fylgist með hvað gerist á morgun, þegar fólk fréttir af því að því að ég kom hingað til að ræða við ykkur.
„Segðu þetta í Hollywood og allt í einu færðu enga vinnu. Vandamálið er að ég þarf ekki á neinni vinnu að halda. Ég þarf ekki vinnu að halda, því ég hef ykkur. Ég er með spurningu til okkar allra: Höfum við gengið af göflunum?”
– Við erum með lög sem vernda málfrelsið, eigum við þá að byrja á því að taka það frá hverju öðru? Ertu ekki að grínast? Við getum ekki leyft þessu að gerast. Við getum ekki hvatt til þess. Leyfið mér að segja nokkur orð um einelti. Einelti er slæmt, ekki satt? Já. Leyfðu mér að segja ykkur annan hlut sem er slæmur.
Sá sem er viðstaddur einelti og gerir ekkert í því er jafn sekur og sá sem fremur eineltið
„Ef þú ert viðstaddur, ef þú sérð einhvern verða fyrir einelti og þú gerir ekkert í því, þá ertu alveg jafn sekur og sá sem beitir eineltinu. Hef ég á réttu að standa?”
– Ég hef talað við svo mörg börn í skólunum sem segja mér að versta tilfinningin sem þau hafa upplifað sé að vera lögð í einelti og finnast þau vera ein og yfirgefin… þá óska þau þess að ein manneskja, eitthvað annað barn, komi fram og segi: Hæ, komdu og sestu hjá mér í hádeginu.
„…Þegar þú kemur til vina þinna og vinnufélaga sem verða fyrir einelti þá skaltu ekki vera áhorfandi. Ekki vera bara „viðstaddur.” Það má ekki gerast. Þegar þú segir að þér sé annt um Bandaríkin…..þá þýðir það líka að þér sé annt um Bandaríkjamenn. Þú verður að gefa til baka gegn hrekkjusvínunum.”
Þú verður að standa með þeim sem eru skotmörk í lífinu, þegar verið er að níðast á þeim með því að hringja í vinnuna þeirra til að sniðganga þá eða láta reka þá úr vinnunni…. Ég hef eytt 45 árum í að hlusta á fólk. Ég var staddur í Norður-Karólínu eftir að fellibylurinn gekk yfir. Vitið þið hvað? Ég sá nágranna hjálpa nágrönnum og enginn þeirra spurði: „Ertu demókrati eða repúblikani?“ Ég sá nágranna hjálpa nágrönnum, við verðum að sameina þetta land.
Munurinn á sigurvegara og þeim sem tapar er að sigurvegarinn gerir hluti sem sá sem tapar gerir ekki
„Þú hefur rétt til að kjósa þann sem þú vilt fá sem forseta og við þurfum að standa í lappirnar og krefjast þess og við þurfum að standa hvort með öðru. Það eru svo margir sem vilja það en eru lagðir í einelti, svo þeir eru hræddir við að gera það.”
Látið mig segja ykkur eitt:
„Einn mikilvægasti dagur í sögu Bandaríkjanna var 12. september 2001. Ekki 11. september. Við vitum öll hvað gerðist 11. september. Einn mikilvægasti dagurinn var 12. september, því þegar við vöknuðum þann 12. september vorum við öll Bandaríkjamenn…”
– Við þurfum að láta fólk vita að þessu er lokið í Bandaríkjunum. Við ætlum að sameina þetta land. Við ætlum að hlusta og ekki láta hræða okkur. Við göngum á undan með góðu fordæmi. Hættum að kvarta og byrjum að gera eitthvað í málunum.
– Munurinn á sigurvegurum og og þeim sem tapa er að sigurvegarar gera hlutina sem hinir gera ekki. Þeir takast á við sannleikann, þeir setja sér markmið og þeir sækjast eftir þeim af kappi. Það er kominn tími fyrir okkur að koma þessu heim. Það er kominn tími til að við verðum sigurvegarar.
„Sigurvegarar, sigurvegarar, sigurvegarar. Ég byrjaði á því að segja ykkur að ég elska þetta land. Ég mun enda á því að segja ykkur að ég elska þetta land og ég mér þykir vænt um ykkur fyrir að elska þetta land. Guð blessi ykkur og Guð blessi Bandaríkin.”
Hlýða má á þrumuræðu Dr. Phil hér að neðan: