Hvað á að segja þegar konur láta taka sig úr sambandi af því að Donald Trump var kjörinn forseti? Í frjálsum heimi er það þeirra val að velja burt guðs gefinn möguleika á að fæða börn. Greinilega á þetta að vera stuðningsyfirlýsing við fjöldainnflutning demókrataflokksins sem hrjáir Bandaríkjamenn enda demókratískar konur fremstar í ófrjósemis„mótmælunum.“
Laurie Pohutsky, fulltrúardeildarþingkona frá Michigan-fylki (innfeld á mynd að ofan), sagði á miðvikudag að hún hafi gengist undir frjálsa ófrjósemisaðgerð fyrr á þessu ári vegna ótta við framtíð heilbrigðisþjónustunnar með Donald Trump forseta við stýrið. Hún sagði á útifundi með stuðningsmönnum
„Fyrir tæpum tveimur vikum fór ég í ófrjósemisaðgerð til að tryggja að ég gæti ekki orðið barnshafandi í Bandaríkjum Donald Trump Ég neita að láta stjórnvöld sem aðeins meta fólksfjölgun meðhöndla líkama minn sem gjaldmiðil.“
„Ef þú þekkir fólk sem efast um hversu alvarlegt þetta er, þá ætla ég að endurtaka mig: Starfandi embættismaður valdi frjálsa ófrjósemisaðgerð vegna þess að hún var óviss um að hún gæti fengið aðgang að getnaðarvörnum í framtíðinni.“
Pohutsky hélt ræðu á fundi hundruð mótmælenda sem söfnuðust saman á miðvikudaginn á grasflöt þinghússins í Michigan sem hluti af „50501 hreyfingunni“ sem stefndu að því að halda 50 mótmæli í 50 ríkjum á einum degi. Önnur mótmæli voru haldin í höfuðborgum fylkisins í Vestur-Virginíu, Georgíu, Alaska, Arizona, Flórída og Washington fylki.
Fleiri skilti sáust sem vöruðu við fasisma, nasisma og valdaráni, þannig að verið er að nota transmálin sem tæki til að efla ósætti og ósamlyndi meðal bandarísku þjóðarinnar.
