Trump: Milljörðum dala hefur verið stolið á USAID

Eftir að Donald Trump og ríkisstjórn hans byrjuðu að hreinsa til eftir sukk og svínarí demókrata, þá kemur hvert hneykslismálið eftir annað upp á yfirborðið. Trump skrifar á X að mikill hluti hins stolna fjár hafi farið í að borga falsfréttamiðlum til að framleiða sykursætar fréttir um demókrata. Politco fékk átt milljónir dollara og Trump spyr: „Fékk New York Times borgaða peninga? Hverjir aðrir fengu einnig borgað?“

Það er aðallega USAID þróunaraðstoð Bandaríkjanna sem er undir smásjánni núna. Leggja á stofnuna niður og starfsmönnum fækkað frá 8000 í 300 samkvæmt frétt AP. Allt að 5000 aðrir aðallega erlendis missa einnig störfin. Tekur utanríkisráðuneytið yfir starfsemina og verður þróunarstuðningi stjórnað út frá hagsmunum Bandaríkjanna í nánustu framtíð. Og ekki virðist vanþörf á því, vegna þeirrar spillingu sem ríkt hefur innan þessarar stofnunar.

Trump lætur verkin tala sem einnig eru í samræmi við yfirlýsingar. Það er sjaldséður eiginleiki hjá nútíma stjórnmálamönnum. Hann byrjaði því á því að hreinsa burtu nokkra hefðbundna fjölmiðla úr blaðamannastólum Hvíta hússins og hleypti valkostamiðlum inn í staðinn sem hafa vandaðri sjálfsvirðingu en hégómafullir Trump-hatarar (berið saman við anti-Trump áróður RÚV).

Trump skrifar að þetta geti verið:

Stærsta hneykslið, mögulega það stærsta í sögunni

„Demókratar geta aldrei komist undan með þetta. Það er of stórt og of skítugt!“

Fara efst á síðu