Bændur munu í tugþúsundatali fylla götur London í dag til að mótmæla erfðaskatti Verkamannaflokksins sem gæti leitt til útrýmingar helmings bændastéttarinnar í Bretlandi samkvæmt útreikningum Bændasamtakanna í Bretlandi. 1.800 bændur munu sérstaklega ræða við þingmenn frá héruðum sínum í þinghúsinu og útskýra fyrir þeim afleiðingarnar af fyrirhuguðum erfðaskatti á bændur.
Þegar í gærkvöldi byrjuðu dráttarvélarnar að streyma inn til Londons og bændur ferðast tugþúsundum saman með lestum til að taka þátt í mótmælunum í Westminister í dag. Margir fjölmiðlar senda beint frá staðnum eins og til dæmis Sky News. Sky News gerði fréttaskýringu sem sýnir mismun á útreikningi Verkamannaflokksins og bresku bændasamtakanna og samkvæmt Verkamannaflokknum, þá snertir erfðaskatturinn aðeins fimm hundruð býli efnuðustu bænda. Allt annað er uppi á teningnum hjá bændasamtökunum sem hafa með eigin útreikningum komist að því að um helmingur bænda neyðist til að selja býlin til að geta borgað skattinn. Breskir bændir telja því að verið sé að ganga af landbúnaðinum dauðum og að um spurningu um líf eða dauða bændastéttarinnar sé að ræða.
Tom Bradshaw formaður bresku bændasamtakanna segir að svik Verkamannaflokksins sé rýtingur í bak bændastéttarinnar. Hann sagði við þingmenn að hann hefði aldrei séð neitt þessu líkt á ævinni:
„Áhrifin á smásöluverð og verð í verslunum verða óheyrileg. Þetta eru verðbólgufjárlög matvælaframleiðslunnar …. Þetta er ömurlegt fjárhagsáætlun og ég hef aldrei séð neitt annað eins á ævinni.“
Hér að neðan má heyra Tom Bradshaw, formann Bændasamtaka breskra bænda, NFU, útskýra mótmælin í dag:
"Am I right in saying the DEFRA Secretary, when he was in opposition, promised you this would not happen?"
— Sky News (@SkyNews) November 19, 2024
National Farmers' Union President @ProagriLtd tells @KayBurley "the farming industry has been betrayed"
Full story 🚜 https://t.co/pshkZh1BDi
📺 Sky 501 and YouTube pic.twitter.com/oQQJYTTZnT
Bændur byrjuða að streyma til London í gærkvöldi
The farmers 🚜 are coming to London!pic.twitter.com/ymrmKwpXv6
— James Melville 🚜 (@JamesMelville) November 19, 2024
Nigel Farage mættur til að ræða við bændur
Forsíða The Sun í dag
Hinn þekkti sjónvarpsmaður Jeremy Clarkson frá Top Gear þáttum BBC tekur þátt í bændauppreisninni
Bændum fagnað við komuna til London
Mikið fjölmenni þegar á götum úti