Snemma á þriðjudagsmorgun birti athafnamaðurinn Elon Musk myndbandsbút á X með ummælum Jeffrey Sachs prófessors sem fékk mörg viðbrögð á skömmum tíma (sjá neðar á síðunni). Þeir sem græða á því, að Úkraínustríðið haldi áfram, er meinilla við myndskeiðið en þeir sem vilja frið í Úkraínu taka því vel.
Stofnandi Tesla, Elon Musk, gekk til liðs við Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Hann varð einnig stærsti einstaki fjárstuðningsaðilinn með einkaframlagi sínu upp á 45 milljónir dala á mánuði samkvæmt frétt Wall Street Journal 16. júlí s.l. Trump hefur sagt, að Elon Musk muni leiða hóp sem vinnur að því að skera niður óþarfa skriffinnsku, draga úr sóun á skattfé og uppræta djúpríkið. Eitt af því fyrsta sem Elon Musk gerði þegar hann keypti Twitter var að segja upp 80% af starfsmönnum á stuttum tíma.
Þeir sem eru á bak við stríðið í Úkraínu
Þrátt fyrir að formleg innsetning forsetans í embættið fari ekki fram fyrr en í janúar, þá hafa færslur Musks á X, þegar skapað stórar fyrirsagnir og er færsla hans á þriðjudag engin undantekning.
Í myndskeiðinu sést hinn kunni Kólumbíuprófessor Jeffrey Sachs ræða um orsakir Úkraínustríðsins á fundi með þátttakendum málfrelsisfélagsins Cambridge Union. Að sögn Sachs, þá var það ekki Vladimir Pútín sem hóf stríðið. Alla vega ekki á þann hátt sem megin fjölmiðlar matreiða ofan í okkur. Jeffrey Sachs sagði:
„Bandarískir stjórnmálamenn – þar á meðal Bill Clinton forseti – hófu ferlið strax árið 1994 með því að svíkja fyrri loforð sín um stækkun Nató til austurs. Nýíhaldssamir tóku yfir Bandaríkin og þá hófust mörg hinna blóðugu stríða stríðsbandalagsins. Þeirra á meðal sprengjuárásirnar á Serbíu 1999. Pútín reyndi þá að nálgast Evrópu en fékk kaldar móttökur.“
Prófessorinn rekur síðan helstu atburði sem leiddu til stríðsins í febrúar 2022. Sachs telur að Bandaríkin og Nató standi á bak við stríðið í Úkraínu. Vopnaframleiðendur græða mikið á því að halda stríðinu gangandi.
Gagnast friðarviðræðum
Þessi ummæli Jeffreys Sachs hafa flogið um allt vegna áhrifa Elon Musks, sem birti þau á X. Margir meginmiðlar eru undir áhrifum vopnaframleiðenda og djúpríkisins í Bandaríkjunum og vilja ekki fá frið í Úkraínu. En ef almenningur fær að vita sannleikann, þá mun það ýta mjög undir viðleitni til að skapa varanlegan frið í Úkraínu.
Elon Musk vill koma á friðarviðræðum milli stríðsaðila og Musk var með í símtali Donald Trump við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, á mánudag.
Hér að neðan má sjá stuttan bút með Jeffrey Sachs um orsakir Úkraínustríðsins og þar fyrir neðan er málstofan í heild sinni:
Interesting pic.twitter.com/61G9RKibAY
— Elon Musk (@elonmusk) November 12, 2024