Yfirhershöfðingi Svíþjóðar hvetur Trump til að halda Úkraínustríðinu áfram

Yfirhershöfðingi Svíþjóðar, Michael Claesson, segir í viðtalsþætti við SVT að engar sannanir séu fyrir því að skemmdir sæstrengir í Eystrasalti séu skemmdarverk Rússa. Samtímis segja sænskir stjórnmálamenn og yfirvöld að um svo kallað hybrid stríð Rússlands sé að ræða. Yfirhershöfðinginn fékk spurningu um hvaða ráð hann gæti gefið forseta Bandaríkjanna, Donald Trumps. Svarið var: „Trump á að halda Úkraínustríðinu áfram.“

Samkvæmt Wall Street Journal hafa um milljón manns fallið eða særst í átökunum í Úkraínu. Á mánudag, eftir aðeins þrjá daga, verður Donald Trump settur í embætti forseta Bandaríkjanna. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að binda enda á stríðið og segist sannfærður um að honum muni takast það.

Varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance, hefur lagt til að friðarlausn gæti miðast við núverandi ástand og Rússar fái að halda þeim svæðum sem þeir hafa í dag samanber kort hér að neðan:

Sænski yfirhershöfðinginn hefur áyggjur af loforði Trumps Bandaríkjaforseta um að stöðva stríðið í Úkraínu. Friður sé „í grundvallaratriðum óviðunandi lausn“ og stríðið verði að halda áfram. Michael Claesson segir:

„Styðjið Úkraínu, eins lengi og þörf krefur. Það er ráð mitt til Donald Trump, haltu áfram með stuðninginn“

Claesson segir að ef Rússum leyfist að halda landinu sem þeir hafa núna, þá sé það merki um að núverandi heimsskipulagi sé lokið. Hann telur að Rússar fái innblástur til að halda áfram að beita hervaldi til að ná markmiðum sínum:

„Það sendir merki út um allan heim um að sú heimsskipun sem byggð hefur verið upp eftir seinni heimsstyrjöldina gildi ekki lengur. Þetta geta ýmis ríki upplifað sem tækifæri til að grípa til aðgerða, því hvorki alþjóðasamfélagið né nokkur annar getur stöðvað eða komið í veg fyrir eða gripið inn í átök af slíku tagi.“

Sænski herinn greinir EKKI skemmda sæstrengi sem skemmdarverk

Þegar kom að sæstrengjunum í Eystrasalti (sjá X að neðan): að því hvort herinn hefði nokkru sinni komist að þeirri niðurstöðu að skemmdirnar á sæstrengjunum væru af völdum skemmdarverka:

Fyrirspyrjandinn Anders Holmberg: Hefur herinn nokkru sinni komist að þeirri niðurstöðu að skemmdirnar á sæstrengjunum séu vegna skemmdarverka?
Yfirhershöfðinginn Michael Claesson: Ekki í þeim tilfellum sem ég veit um.
Fyrirspyrjandinn Anders Holmberg: Ekki í neinum tilvikum?
Yfirhershöfðinginn Michael Claesson: Nei.

Fara efst á síðu