Fljótt skipast veður í lofti. ESB verður stríðssamband. Evrópa verður að vopnast með hraði og undirbúa sig undir stríð. Fyrir 2030. Á vissan hátt er hægt að forðast stríð, fullyrti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í ræðu um varnir Evrópu á fimmtudag, segir í frétt Europaportalen. ESB-stjórinn talar nú um „Viðbúnað 2030.“
„Það er kominn tími til að búa sig undir stríð“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á þriðjudag:
„Ef Evrópa vill forðast stríð, verður Evrópa að búa sig undir stríð.“
Í ræðunni minntist æðsti kommissjóner Evrópusambandsins, sem enginn hefur kosið, á árið 2030. En núna snýst málið ekki um loftslagið heldur stríð og vígbúnað. Það er hin nýja dagskrá fyrir árið 2030. ESB er samband eilífðarógna: Loftslagsógnin, Covid heimsfaraldursógnin og núna stríðsógnin: Rússland.
Von der Leyen fjallar um „Viðbúnað 2030“ þar sem ætlunin er að hervæða Evrópu og gera stríðshaldbæra fyrir heimsstyrjöld innan fimm ára. Samkvæmt von der Leyen er Rússland „á óafturkræfri leið að skapa stríðshagkerfi.“ Von der Leyen sagði:
„Árið 2030 verður Evrópa að hafa sterka evrópska varnarstöðu. „Viðbúnaður 2030“ miðar að því að útbúa og þróa getu til að hafa trúverðugan fælingarmátt. „Viðbúnaður 2030“ þýðir að hafa iðnaðargrunn sem er stefnumótandi kostur. Til þess að við getum verið tilbúin 2030, þá verðum við að bregðast við núna.“
Hlýða má á ræðu Von der Leyen hér að neðan og lesa ræðuna á ensku þar fyrir neðan.