„Vitlaus“ frambjóðandi vann – kosningarnar dæmdar „ólöglegar“

Calin Georgescu vann í fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu. Hann gagnrýnir Nató og er enginn sérstakur vinur ESB. Þá er ekkert að marka kosninguna og kjósa á upp á nýtt.

Fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu 24. nóvember er úrskurðuð ógild samkvæmt fréttatilkynningu frá stjórnlagadómstól Rúmeníu. Fullyrt er að Călin Georgescu sem vann með 23% hafi tekist það með ólögmætri íhlutun samfélagsmiðla eins og Tiktok. Sósíaldemókratíski forsætisráðherrann sem einnig var í framboði til forseta fékk ekki nógu mörg atkvæði til að halda áfram. Með ógildingu kosninganna getur hann haldið áfram eins og ekkert sé. Svikamylla a la Biden er í fullum gangi.

Călin Georgescu er sjálfstæður frambjóðandi með bakgrunn sem diplómat hjá SÞ, þar sem hann starfaði sem sérstakur skýrslugjafi. Hann er harður gagnrýnandi Bandaríkjanna og Nató og lofar kjósendum að hætta hernaðaraðstoð við Úkraínu nái hann kjöri.

Călin Georgescu forsetaframbjóðandi (t.v.) vann fyrri umferð forsetakosninganna með 23%. Í öðru sæti kom Elena Lasconi, Miðflokknum (t.h.) með 19% atkvæða. Seinni umferðin átti að standa á milli þeirra tveggja, þar sem forsætisráðherrann datt út í fyrstu umferð.

Dómstóll boðar nýjar kosningar

Yfir 30.000 Rúmenar höfðu þegar kosið í seinni umferð kosninganna á föstudag áður en stjórnlagadómstóllinn í Búkarest tilkynnti skyndilega að fyrri umferð kosninganna hafi verið úrskurðuð ógild. Seinni umferð kosninganna var þá samstundis stöðvuð. Dómstóllinn skrifar í fréttatilkynningu að hann „ógildi allt kosningaferlið varðandi kjör forseta Rúmeníu“ og vísar til „réttlætis og réttaröryggis í kosningaferlinu.“ Niðurstaða stjórnlagadómstólsins er endanleg og því þarf að endurtaka forsetakosningarnar í Rúmeníu frá byrjun.

Ríkisstjórnin birti „leyniskýrslu“

Stjórnmálaandstæðingar Călin Georgescu segja hann vera hægri öfgamann, fasista og hliðhollan Rússum (hvað annars). Rúmensk stjórnvöld birtu leyniskýrslu sem segir Călin Georgescu hættulegan með óðlilega mikil áhrif á Tiktok. Í skýrslu ríkisstjórnarinnar er því haldið fram, að Georgescu hafi tekist að vinna í fyrri umferð þökk sé íhlutun á netinu og með grunsamlegum reikningum á samfélagsmiðlum. Ríkisstjórnin segist hafa haft samband við Tiktok til að fjarlægja áróður frá Georgescu en Tiktok hafi aðeins samþykkt að loka fyrir tilgreint efni í Rúmeníu.

Forsætisráðherra Jafnaðarmannaflokksins, Marcel Ciolacu, hafði sjálfur gefið kost á sér í forsetakosningunum en féll úr leik í fyrstu umferð með aðeins nokkur þúsund atkvæða mun. Þettaer í fyrsta skipti eftir kommúnistatímann, sem krati nær ekki kjöri í toppstöðu. Núna fær hann að tilstuðlan dómstólsins möguleika upp á nýtt. Ciolacu er eins og aðrir kratar stuðningsmaður alheimsstjórnar og handbendi ESB.

Stjórnlagadómstóll Rúmeníu ákvað að endurtaka verði kosningarnar frá byrjun.

Harmar ákvörðun dómstólsins

Elena Lasconi harmar ákvörðun dómstólsins. Hún skrifar á Facebook:

„Í dag hefur rúmenska ríkið fótum troðið lýðræðið. Við hefðum átt að halda áfram með kosningarnar. Við hefðum átt að virða vilja rúmensku þjóðarinnar, hvort sem okkur líkar betur eða verr.“

Í Rúmeníu skipar forsetinn forsætisráðherrann og verður forsetinn að samþykkja ráðherra ríkisstjórnarinnar svo hægt sé að mynda ríkisstjórn. Forsetinn getur undir vissum kringumstæðum rofið þing, boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu og er jafnframt æðsti herforingi landsins.

Sem sagt: Rúmenía má ekki fá forseta sem vill ekki vera strengjabrúða Nató og ESB og vill frið í Úkraínu. Sósíaldemókratar heimsins haga sér eins og bolsévíkar Leníns og Stalíns og beita hvaða brögðum sem er til að koma sínu fólki að hvar sem er. Hversu lengi á þetta að ganga svona áfram?

Fara efst á síðu