Er þetta fugl? Flugvél? Óvinadróni? Nei, þetta er loftbelgur sígarettusmyglara.
Rússafóbía ESB-elítunnar er orðin að háðslegu sjálfskaparvíti. Elítan er orðin svo stríðsóð að hún á erfitt að bjóða góðan daginn vegna allra ofskynjana um rússneska dróna, kafbáta, geimför og ósýnilega huldumenn í hverju horni. Verst að Rússland sem fullyrt var að myndi verða sigraðir á viku vegna þess að þeir ættu bara ónýt vopn eru núna allt í einu orðnir svo háþróaðir að þeir breyta kennsluflugvélum og loftbelgjum sígarettusmyglara í mannskæða, ógnvekjandi dróna svo loka þarf flugvöllum og helst slökkva á öllu samfélaginu í leiðinni. Ef ESB-elítan skryppi til Mosku eina helgi og fengi sér nokkur hressileg vodkatár, þá væri smávon um að hún kæmi að minnsta kosti annarri litlu tánni í snertingu við jörðina.
Mikill stormsveipur er í gangi í Evrópu sem hefur neikvæðar afleiðingar á geðheilsuna, enda líður varla sá dagur að við heyrum ekki fréttir af nýjum drónum sem loka flugvöllum svo senda þarf orrustuþotur á loft frá Póllandi og Eystrasaltsríkjunum alla leið til Þýskalands.
Allt er þetta Rússum að kenna – á því leikur enginn vafi – þótt engin sönnunargögn séu til því til stuðnings. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands segir samkvæmt Reuters:
„Okkar niðurstaða er sú, að Rússland standi að baki flestum þessara dróna.“
Rússafárið í Litháen tók samtímis háðslega stefnu, þegar ljóst var að rússnesku drónarnir reyndust loftbelgir að smygla sígarettum. Associated Press greinir frá:
„Allt að 25 litlir upphitaðir loftbelgir, sem staðfest hefur verið að margir hverju fluttu smyglaðar sígarettur, fóru inn í lofthelgi Litháens seint á laugardag og leiddu til lokunar á Vilnius-flugvelli, sem tafði flugferð klukkutímum saman, að sögn yfirvalda. Belgirnir trufluðu 30 flugferðir og höfðu áhrif á um 6.000 farþega, samkvæmt Þjóðaröryggismiðstöð Litháens. Flug hófst aftur klukkan 4:50 að morgni (01:50 GMT) á sunnudag.“
„Þó að loftbelgirnir reyndust vera að flytja sígarettur, þá er Evrópa í viðbragðsstöðu eftir að innbrot í lofthelgi Nató náðu fordæmalausu umfangi í síðasta mánuði. Sumir evrópskir embættismenn lýstu atvikunum þannig að Moskva væri að láta reyna á viðbrögð Nató, sem vakti upp spurningar um hversu vel bandalagið væri undirbúið gegn Rússlandi.“
En hvað segir þetta okkur ekki um ofurskatta á sígarettum, þegar vert er að taka áhættuna af smygli á þeim yfir landamærin?