Sigurvegarar kosninganna í Georgíu, fulltrúar flokksins Draumur Georgíu. Stofnandi flokksins Bidzina Ivanishvili fyrir miðju og forsætisráðherra Georgíu, Irakli Kobakhidze, til vinstri (skjáskot X).
Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson ásakar Rússland og Pútín um að stjórna kosningasvindli í Gerogíu. Samtímis segir Ulf Kristersson að Viktor Orbán tali einungis fyrir hönd Pútíns, þegar Orbán lýsir kosningunum í Ungverjalandi sem „frjálsum og lýðræðislegum.“
Viktor Orbán slær til baka á áróður Kristersson og segir hann einna helst líkjast hlaupaþjóni sem hermir eftir öllu sem Washington skipar honum að segja. Svíþjóð hefur ásamt mörgum öðrum ríkjum í ESB ákveðið að hætta öllu samstarfi við réttkjörna valdhafa Georgíu eftir kosningaúrslitin, þegar ríkisstjórnarflokkurinn Draumur Georgíu bar sigur úr býtum. Ulf Kristersson sagði:
„Það er mikið áhyggjuefni að stjórnvöld sem eru undir áhrifum Rússa geri allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva alvöru nálgun almennings til Evrópu og það verður að hafa afleiðingar. Við getum ekki unnið með yfirvöldum sem eru á móti öllu því sem við stöndum fyrir.“
Ungversk stjórnvöld eru hins vegar á allt öðru máli enda fór Viktor Orbán til Tbilsi til að óska Draumi Georgíu til hamingju með kosningasigurinn. Tyrkland hefur einnig samþykkt útkomu kosninganna. Um ásakanir Ulf Kristersson á hendur sér sagði Orbán:
„Forsætisráðherra Svíþjóðar sakar mig um að gæta hagsmuna Rússlands í Georgíu. Hann fékk greinilega fyrirmæli frá Washington um að gera það. Svo sorglegt.“
Litabylting í uppsiglingu?
Stjórnarandstöðuflokkarnir samþykkja ekki úrslit kosninganna og hafa boðið mótmæli mánudaginn 4. nóvember. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa boðað verkfall sem eftir er að sjá hvort verður af eða ekki og þá í hve miklum mæli. Er ástandið farið að minna á stöðuna í Kænugarði fyrir valdaránið þar ár 2014 og nú þegar eru fleiri ríki farin að taka stöðu með eða á móti kosningaúrslitunum nýlega þegar Draumur Georgíu fékk 54% en stjórnarandstöðuflokkarnir fengu 38%.
Á X hér að neðan má sjá viðtal við ítalskan mannréttinda aðgerðarsinna sem fór til Tbilsi til að mótmæla úrslitum kosninganna.
Forseti Póllands, Andrzej Duda, sagði eftir viðtal við forseta Tbilsi, Salome Zurabishvili, að hún hefði sagt að „engar skýrar sannanir væru fyrir því að Moskva hefði verið með íhlutun í kosningunum.“ En eins og sést á X hér að neðan, þá er forseti Georgíu reiðubúin að skipta út þeim staðreyndum og setja tilfinningar inn í staðinn: