Viktor Orbán: Áæltun Zelenský er ógnvekjandi

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lýsir yfir miklum áhyggjum af nýrri „siguráætlun“ Volodymyr Zelenský í stríðinu gegn Rússlandi. Í færslu á Facebook segir Orbán áætlunina „ógnvekjandi“ og gagnrýnir harðlega bæði stefnu Úkraínu og áframhaldandi stuðning ESB við stríðið.

Áætlun Zelenský, sem hann kynnti nýlega á úkraínska þinginu, felur meðal annars í sér tafarlausa aðild Úkraínu að Nató og afnám takmarkana á notkun vestrænna langdrægra eldflauga sem má skjóta á rússnesk yfirráðasvæði. Zelenský hafði ekki komið með nýjasta útspilið með eigin kjarnorkuvopn, þegar Orbán ræddi um siguráætlun Zelenský.

Orbán segbir stefnu ESB í Úkraínustríðinu illa skipulagða og óhaldbæra. Stríðið er tapað. Orbán leggur áherslu á að breyta þurfi stríðsstefnunni yfir í friðarstefnu með áherslu á vopnahlé og friðarviðræður. Hann skrifar:

„Stríðið er að tapast, þannig að stefnan er ekki að virka. Breytinga er þörf.“

Á leiðtogafundi ESB í Brussel ætlar Orbán að hvetja Olaf Scholz Þýskalandskanslara og Emmanuel Macron Frakklandsforseta til að hefja samningaviðræður fyrir hönd ESB við Rússland eins fljótt og auðið er.

Rússnesk stjórnvöld hafna „siguráætlun“ Zelenský. Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, segir tillögu Zelenský vera áætlun um að framlengja átökin. Maria Zacharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir áætlunina vera „safn ósamanhangandi slagorða.“

Fara efst á síðu