Dmytro Marchenko, herforingi í Úkraínu, staðfestir að „mikil vandamál“ séu í Donetsk-héraði, að því er stærsta dagblað Austurríkis, Kronen Zeitung, greinir frá. Að sögn blaðsins segir herforinginn að víglínan sé við það að bresta og varnir Úkraínu að hrynja.
Þýsk blöð greina einnig frá því sama, að varnir Úkraínu séu að „hrynja.”
Austurríska dagblaðið Kronen Zeitung skrifar að Úkraína eigi í „stórfelldum vandræðum“ í Donetsk að víglínan sé að gefa sig.
Blaðið vísar til úkraínska hershöfðingjans Dmytro Marchenko, sem útskýrði í myndbandsviðtali við fyrrverandi úkraínskan stjórnmálamann, hvers vegna þetta gerðist.
Ástæður fyrir framgöngu Rússa eru sagðar margvíslegar: Skortur er á skotfærum og vopnum, ekki er hægt að skipta út hermönnum fyrir nýja hermenn, þar sem þeir eru varla til lengur og erfitt er að manna stöðvar á víglínunni. Þreyta er farin að gera mjög vart við sig í úkraínska hernum. Þá er einnig rætt um skort á stjórn hersins.
Deutsche Welle og Fréttastofa Úkraínu greina einnig frá „hruni víglínunnar.“
Deutsche Welle skrifar:
„Úkraínuher heldur áfram að gefa eftir landsvæði í Donetsk-héraði.“