Arnar Þór Jónsson, lögmaður, og einn af fáum einstaklingum á Íslandi sem standa við gefið drengskaparheit að stjórnarskránni, hefur ekki setið aðgerðarlaus eftir að forsetakosningunum lauk.
Með frelsisvind í seglinn eftir samtöl við landsmenn í aðdraganda forsetakosninganna heldur Arnar Þór áfram að knýja að dyrum stjórnmálanna á Íslandi. Hann vill vernda fullveldið okkar sem erlend öfl ásækjast og er að takast að komast yfir með stuðningi stefnulausra stjórnmálamanna sem vinna frekar fyrir hagsmuni alþjóða stofnana en Íslands.
Viðræður við Miðflokkinn báru ekki árangur, svo Arnar Þór íhugar stöðuna og hvort hann eigi að fara í leiðangur og safna liði til að endurreisa íhaldsflokk Íslands. Arnar Þór segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn vók sósíaldemókratískan ESB flokk og vart við bjargandi.
Líf ríkisstjórnarinnar hangir á bláþræði. Arnar Þór er fersk rödd í frelsisbaráttu Íslendinga og kjörinn foringi nýrrar sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar gegn alþjóðavaldi sem vill komast yfir auðlindir Íslands.