Við lifum á nýjum alræðistíma

Lýðræðið er ekki alræði. Við lifum á nýju alræðistímabili, með sama „gangverki“ og á öðrum alræðistímum eins og tíma nazismans. Þetta segir þýska ESB-þingkonan Christine Anderson í viðtali við Redacted (sjá youtube að neðan).

Maður gæti haldið að alræðistímabilin væru liðin. Að lýðræðið sé gildandi. En það er ekki raunin, að sögn þýsku ESB-þingkonunnar Christine Anderson. Við lifum núna á nýju alræðistímabili. Andersons segir:

„Gangverk alræðishyggjunnar er alltaf hið sama. Það þarf að þagga niður í fólki

„En það er munur á einræði og alræði. Einræðisherra er í rauninni alveg sama um hvað fólki finnst um hann. Aðaláhersla hans er að vera áfram við völd. Alræði (totalitarism) er öðruvísi. Þeir þurfa að hafa eftirlit með öllum þáttum í lífi hvers einasta borgara og valdhafarnir þurfa að vita hvað þú hugsar. Það er munurinn á einræði og alræði. Og það sem við sjáum núna er alræði. Þeir vilja hafa eftirlit með því, hvað þú hugsar og segir. Þeir ráðast á þá sem segja eitthvað öðruvísi. Og við höfum séð þetta, sérstaklega á Covid-tímanum. Þaggað var niður í vísindamönnum og þeir misstu vinnuna. Það gerðist alls konar hlutir.“

Samkvæmt Anderson eru háar sektir í Þýskalandi við því að segja „rangt kyn eða nafn. Þú getur fengið allt að tíu þúsund evru sekt fyrir það.“ Þetta er „alræði“ segir hún. Lög ESB um stafræna þjónustu eru ritskoðun, útskýrir hún enn fremur. Þeir nota hluti eins og „hatursorðræðu“ til að þagga niður í fólki.

„Þeir finna upp á alls konar hlutum og ástæðum til að þagga niður í þér. Það er alræði. Það er ótrúlegt að svo mörgum takist ekki að sjá þetta.“

Fara efst á síðu