Gloria Romero, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður Demókrataflokksins frá Kaliforníu, varaði demókrata nýlega: „Við erum að horfa upp á algjört hrun flokksins.“ Hún bendir á að demókratar séu í mótþróa við að draga lærdóma af kosningunum 2024 og flokkurinn muni ekki komast af nema að breyta þeirri afstöðu (sjá myndskeið á X að neðan).
Þáttarstjórnandi FOX News, John Roberts, fékk til sín tvo gesti til að ræða ástandið, þar á meðal Doug Schoen, sem starfaði sem ráðgjafi Bill Clinton. Schoen segist sammála mati Romero.
Gloria Romero segir á myndskeiðinu:
„Ég trúi því að við séum sögulega á miklum krossgötum, að við séum að horfa upp á algjört hrun Demókrataflokksins. Þessi flokkur neitar að viðurkenna að hann hafi villst af leið. Hvort að nýr flokkur muni myndast á eftir að koma í ljós.“
Doug Schoen, fv. ráðgjafi Bill Clinton, sagði í þættinum:
„Demókratar hafa farið mestu ófarir í sögunni. Það sem að lokum kostaði Kamala Harris og demókrata yfirráð yfir Hvíta húsinu og þinginu. Við þurfum efnahagslegan, skynsaman lýðræðisflokk sem einbeitir sér að fjárhagsáhyggjum fólks.“
Gabriela Berrospi, fjármálaráðgjafi, sagði í þættinum:
„Demókrataflokkurinn, ég næ honum ekki. Ég er fyrrverandi demókrati. Suður-Ameríkubúar (latinos) kusu með veskinu í þessum kosningum….Við greiddum atkvæði um launin okkar. Við kusum um öryggi. Við greiddum atkvæði með kaþólskum gildum okkar. Og Demókrataflokkurinn heldur þessu ekki fram. Þeir hafa í raun glatað okkur.“
Hlýða má á viðtalið hér að neðan:
Former Clinton adviser and Former California State Senator warns that the Democrat party is on the verge of collapse:
— Eric Abbenante (@EricAbbenante) December 24, 2024
Gloria Romero: "I believe that in history we are seeing a major inflection point, the complete collapsing of the Democratic Party. This party refuse this to… pic.twitter.com/mlCiiGzJSJ