Verslanir í Noregi fá allt að 25 milljón kr sekt fyrir að neita að taka við reiðufé

Eftir 1. maí í ár geta norskar verslanir sem neita að taka við reiðufé þurft að borga allt að 25 milljónir norskra króna í sekt. Frá þessu greinir TV2 í Noregi. Svíþjóðar megin eru umræður um málið en ekkert gerst enn.

Samkvæmt frétt TV2 geta sektirnar numið sem mest fjórum prósentum af ársveltu eða allt að 25 milljónum norskar króna sem samsvarar tæplega 315 milljónum ísl. kr.

Ný lög um fjármálasamninga voru sett í október 2024 en það er fyrst núna sem lög með skýrum reglum um refsiaðgerðir taka gildi.

Lene Vågslid, barna- og fjölskylduráðherra Noregs segir í viðtali við TV2:

„Að geta borgað með reiðufé veitir öryggi og aðgengi fyrir þá sem ekki hafa aðgang að eða eru óvanir að nota stafrænar greiðslulausnir. Þetta er líka mikilvægur þáttur í viðbúnaði samfélagsins.“

Fara efst á síðu