Verktaki í sænska skógariðnaðinum varar við grænum kommúnisma

„Hvert stefnir eignarrétturinn á skógum?“ spyr skógareigandinn og viðskiptafræðingurinn Karl Hedin í umræðugrein í Dagens Industri. Hann sakar stjórnvöld í Svíþjóð um að taka af skógareigendum ráðstöfunarrétt þeirra yfir skóginum án bóta á þann hátt sem stríðir gegn grundvallarreglum frjáls markaðshagkerfis.

Athafnamaðurinn Karl Hedin berst sem skógareigandi hann nú gegn því hvernig yfirvöld í Svíþjóð eru farin að taka umboð frá skógareigendum til að sjá um skóginn samkvæmt því, sem þeir telja vera bestu leiðina til að stuðla að lífvænlegum trjáiðnaði. Aðgerðir sænskra yfirvalda kemur í kjölfar skuldbindinga ESB og græns þrýstings frá Brussel.

Hedin gerir eignarréttinn að grundvallaratriði sem hornstein lýðræðisins til að skapa velmegunarsamfélög af þeirri gerð sem við búum við í hinum vestræna heimi. Hann vísar til stjórnarskrárinnar þar sem eignarrétturinn er varinn. Hann skrifar í upphafi greinarinnar:

„Eignarrétturinn er hornsteinn þess efnahagskerfis sem við köllum kapítalisma með frjálsum markaði. Það er drifkrafturinn sem fær fólk til að byggja og skapa. Samhliða lýðræðinu hefur það skapað heim sem við köllum hinn vestræna heim. Það hefur, í öllum sínum breyskleika, reynst öllum öðrum kerfum miklu æðri, ef við höfum mannlega velmegun sem viðmiðun.“

Misnotkun yfirvalda heldur áfram

Hedin minnir á, að lög séu sett á þingi. En í dag telur hann, að Svíar séu komnir inn á nýja braut, þegar kemur að eignarréttinum. Yfirvöld og dómstólar eru farin að starfa sem löggjafarvald sem þau skortir hæfni til og hafi alvarlegar neikvæðar afleiðingar í kjölfarið. Hedin skrifar:

„Yfirvöld gera sínar eigin [laga] túlkanir, taka ákvarðanir út frá þeim og beina því til borgaranna að lögsækja ríkið ef þú ert ósáttur við ákvarðanir þeirra. Auðvelt fyrir yfirvöld en hörmung fyrir borgarana enda mikið áhættuverkefni að hefja og reka málarekstur gegn ríkinu.“

Tap fyrir dómstólum getur þýtt fjárhagslegt hrun viðkomandi og því eru margir tregir til að fara í mál við ríkið. Af þeim sökum reynir afar sjaldan á geðþótta yfirvalda. Þeim borgurum sem ríkið trampar á verður áfram trampað á og yfirvöld geta haldið óhindrað áfram. Hedin mælir því með því, að ábyrgð opinberra starfsmanna verði endurnýjuð. Þá þyrfti einstaklingurinn ekki að fara í mál gegn ríkinu vegna misbeitingu valds.

Skógurinn tekinn af jarðareigendum

Hedin gagnrýnir viðleitni yfirvalda til að svipta skógareigendur ráðstöfunarrétti yfir skógi sínum og það án nokkurra fjárbóta. Hedin varar einnig við afleiðingunum til lengri tíma litið:„Framtakssemin til að skapa og hlúa hverfur þegar eignarrétturinn og rétturinn til ráðstöfunar verður óskýr.“

Hver skógareigandi þarf að vera með næstum hundrað ára áætlun um starfsemina og er aðallega um kostnað að ræða fyrri hlutann og ef áætlunin gengur eftir má reikna með tekjum á seinni hlutanum. Ef ríkið tekur sér íhlutunarrétt og yfirtekur ráðstöfun skógarins í þágu eigin hagsmuna áður en eigandinn hefur haft tíma til að uppskera nokkurn arð af striti sínu „hver vill þá fjárfesta í skógi við þær aðstæður?“spyr Hedin.

Hedin telur upp sænsku skógræktarstofnunina, Umhverfisstofnun og sýsluyfirvöld í landinu, sem gera eigin túlkanir á lögum sem eru oft bágbornar eins og þegar verið er að stöðva uppskeru skógareigandans á hráefni til skógariðnaðarins eða neyða eigandann til að láta skóginn vaxa frjálst sem þýðir að lokum, að skógurinn eyðileggst með skordýraárásum, stormi eða skógareldum.

Skógareigendur útvega timburiðnaðinum hráefni og skapar störf sem ekki vaxa á trjám í strjálbýli. Skógurinn er hluti af sænskum útflutningsiðnaði og ef hann hverfur mun það hafa áhrif á allt hagkerfi Svíþjóðar og möguleika til að viðhalda velferð og velmegun, útskýrir Hedin.

Ábatinn hverfur til útlanda

Sigurvegarar verða erlendir aðilar sem fylla í tómarúmið og svara eftirspurn. Ávinningurinn er enginn fyrir loftslagið á heimsmælikvarða eins og græningjar lofa, þegar þeir hlutast um ráðstöfun skógarings. Hedin segir að lokum:

„Það er kominn tími til, að hreyfing skógareigenda, bændasamtökin LRF, skógariðnaðurinn og skógræktarsamtökin skilji að boltinn sé núna hjá þeim. Þau verða tafarlaust að sjá til þess, að stjórnmálamennirnir takist á við eignarréttarvandann varðandi skóginn og setji lög sem yfirvöld geta ekki brotið.“

Fara efst á síðu