Vattenfall stöðvar byggingu vindorkuvera í Eyrarsundi

Vattenfall hefur hætt við eina af stærstu vindorkuframkvæmdum Svíþjóðar, sjávarvindorkuverið „Kriegers flak“ undan ströndum Trelleborg í Suður-Svíþjóð. Ástæðan er sú, að framkvæmdin stendur ekki undir kostnaði eftir að sænska ríkið ákvað að hætta niðurgreiðslum vegna tengikostnaðar sem nam um 25% af heildarkostnaði vindorkugarðsins. Sýnir það hversu illa ef ekki ómögulegt er að fá vindorkuver til að skila hagnaði.

Margir eru ósáttir við vindorkuverin meðal annars vegna umhverfisvandamála eins og til dæmis örplasts í spöðum sem dreifast í náttúruna og einnig neikvæðum áhrifum á dýralíf og fiskveiðar. Framar öllu er það þó efnahagurinn, vindorkan er háð styrkjum og slæmum viðskiptaákvörðunum til að komast af. Það hefur Vattenfall núna fengið að reyna.

Vattenfall stöðvar mikilvægar vindorkuframkvæmdir


Vattenfall tilkynnir, að fyrirtækið hætti við vindorkuverið Krieger flak, suður af Trelleborg, að sögn DN. Flag Krieger var stærsta stóra verkefnið fyrir vindorku á hafinu sem samþykkt var á stjórnartíma Magdalenu Andersson árið 2022.

Helene Biström, yfirmaður vindorkumála hjá Vattenfall segir í viðtali við DN:

„Það er einfaldlega þannig að eins og aðstæður líta út núna, þá verður ekki hagkvæmt að byggja sænska Krieger-flak og þess vegna höfum við kosið að hætta framkvæmdum.“

Hér að neðan má sjá kort af hafinu sunnan af Trelleborg. Svæðið sem sýnt er í fjólubláum lit, var fyrirhugaður byggingarstaður vindorkugarðsins.

Vindorkusvindlið

Christian Sandström prófessor við alþjóðlega verslunarskólann í Jönköping og Christian Steinbeck fjármálaskilgreinandi hafa rannsakað öll vindorkuver sem byggð hafa verið í Svíþjóð á árunum 2017-2022. Niðurstaðan var sláandi: næstum öll vindorkuverin voru rekin með tapi „þrátt fyrir rafvottorð sem stóðu fyrir 15-25% af tekjum árin 2018-2020.“

Í myndbandinu hér að neðan má heyra útskýringar Henriks Jönsson um vindorkusvindlið. Hann sýnir fram á með fjölda dæma, að vindorkan er hvorki arðbær, ódýr né sérstaklega umhverfisvæn:

Fara efst á síðu