Vance: Úkraínustríðinu lýkur ekki í bráð

Stríðinu í Úkraínu mun ekki ljúka í bráð segir varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, í viðtali við Fox News samkvæmt Kyiv Independent. Myndbútur úr viðtalinu er neðar á síðunni.

Yfirlýsingar Donald Trumps í kosningabaráttunni um að hann gæti bundið enda á Úkraínustríðið á 24 klukkustundum hafa ekki gengið eftir. Málin eru flóknari en að það gangi eftir. Douglas Macgregor segir að Trump hefði átt strax að kalla alla Bandaríkjamenn heim frá Úkraínu og hætta öllum stuðningi sem nýtist í stríðsreksturinn.

Og núna hefur Trump leyft sendingu vopna til Úkraínu, samkvæmt Kyiv Post, sem hann hafði áður stöðvað. Samtímis segir varaforseti Bandaríkjanna, J.D. Vance, í viðtalinu við Fox News að stríðinu muni ekki ljúka í bráð, vegna þess hve mikið ber á milli þess sem löndin tvö vilja. Vance sagði:

„Það verður undir Rússum og Úkraínumönnum komið núna, þegar þeir vita hver skilyrði hins aðilans fyrir friði eru. Það er þeirra að komast að samkomulagi og binda enda á þessa gegndarlausu, grimmu átök. Þetta er ekki að fara neitt. Þetta mun ekki enda í bráð.“

JD Vance segir í öðru viðtali við Fox:

„Ég er bjartsýnn. En það er erfitt að segja til um það með vissu, því það eru Rússar og Úkraínumenn sem þurfa að stíga lokaskrefið. Við munum vinna mjög hörðum höndum næstu hundrað daga til að reyna að sameina þá.“

Fara efst á síðu