Flokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland, Alternative für Deutschland, AfD, mælist núna í fyrsta skiptið í efsta sæti skoðanakannana á landsvísu í Þýskalandi. Þýsk yfirvöld vara núna við því, að landið standi frammi fyrir „pólitískri byltingu.“
Flokkurinn fær 25% í nýjustu könnun Ipsos sem er einu prósentustigi meira en Kristilegir demókratar, sem hafa fallið niður í 24% að sögn Remix News. Þetta er mikill viðsnúningur frá kosningunum í febrúar, þegar kristilegi demókrataflokkurinn CDU/CSU fékk 29%.
🇩🇪BREAKING:
— Remix News & Views (@RMXnews) April 9, 2025
The AfD party is now the strongest party in Germany for the first time in history. pic.twitter.com/7bL2KgyW6p
Á sama tíma heldur traustið áfram að minnka á Friedrich Merz, tilvonandi kanslara og leiðtoga kristdemokrata, CDU. Nýleg könnun Forsa sýnir að aðeins 32% Þjóðverja telja að Merz henti sem kanslari en 60% telja hann ekki rétta manninn í embættið. Í austurhluta Þýskalands, þar sem AFD hefur sitt sterkasta vígi, telja aðeins 19% að Merz sé rétti maðurinn í starfið.
Þróunin veldur skelfingu innan stjórnmálastéttarinnar. Wolfgang Kubicki varaformaður frjálslynda flokksins FDP varaði við því að „kanslari AfD er nær en við höldum.“ Hann sagði einnig að Þýskaland „stæði á barmi pólitískrar byltingar.“
Óánægja kraumar vegna nýlega samþykkts 500 milljarða evra fjárfestingarpakka, sem komið var í gegn á sambandsþinginu með stuðningi CDU, SPD og Græningja. Pakkinn þýðir aukin útgjöld og vaxandi þjóðarskuldir og er orðinn helsti óánægjuneistinn fyrir bál reiðinnar gegn þinginu.
Alice Weidel, leiðtogi AfD-flokksins, sakar Merz um svik eftir að hann hóf stjórnarsamstarf við vinstriflokkana.:
„Ef kristdemókratar CDU fremja kosningasvik gegn eigin kjósendum með því að mynda bandalag við vinstrimenn, þá munu næstu kosningar koma fyrr en þið haldið. Þá munum við ná CDU sem stærsta stjórnmálaaflið!“
Stjórnarmyndunariðræður milli CDU og sósíaldemókratíska SPD standa enn yfir en búist er við að þeim ljúki innan skamms.