Stjórnmálaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskalands, AfD, er sterkastur í Austur-Þýskalandi og stóreykur fylgið í vesturhlutanum og er orðið stjórnmálaafl sem taka verður tillit til í vesturhlutanum.
Úrslit svæðisstjórnarkosninganna í Nordrhein-Vestfalíu (NRW)sýna að íhaldssami Valkostur fyrir Þýskaland, Alternative für Deutschland, er orðinn mikill þátttakandi í þýskum stjórnmálum.
Þótt kristilegi sambandsflokkurinn, CDU, undir forystu kanslara Friedrichs Merz, hafi náð forskoti í sveitarstjórnarkosningunum í NRW, hafa fjölmiðlar orðið að viðurkenna að Valkostur fyrir Þýskaland er stærsti sigurvegarinn sem þrefaldaði fylgið miðað við fyrir fimm árum.
Þetta var fyrsti prófsteinninn á stjórnarsamstarfi Merz – og hann féll. Reuters greinir frá:
– Fyrstu spár skoðanakönnunarinnar infratest dimap fyrir sjónvarpsstöðina ARD eftir að atkvæðagreiðslu lauk fyrir sveitarstjórnir, kjördæmi og borgarstjóra í vesturhluta fylkisins Norðurrín-Vestfalíu sýndu að stuðningur við flokkinn Valkost fyrir Þýskaland (AfD) hafði meira en þrefaldast í 16,5% frá 5,1% ár 2020.
Kristilegi sambandsflokkurinn CDU undir stjórn Merz var áfram sterkasti flokkurinn og fékk 34% atkvæða, sem er svipað fylgi og fyrir fimm árum. Jafnaðarmenn (SPD) féllu í 22,5% úr 24,3%.
Olaf Lies, forsætisráðherra SPD í Neðra-Saxlandi, sagði við sjónvarpsstöðina ARD: „Ég hef miklar áhyggjur af útkomu AfD. Þetta ætti að vekja okkur til umhugsunar því þetta er leið sem er að ryðja sér til rúms og við sósíaldemókratar verðum að sporna gegn henni.“

Íbúafjöldi Norðurrín-Vestfalíu er fjórðungur Þýskalands og stækkun AfD þar hefur áhrif á tölurnar á landsvísu. Könnun INSA um helgina sýnir að flokkur Merz eru einu prósentustigi undir og jafnir AfD með 25% á landsvísu en SPD var í þriðja sæti með 14%.
– Vöxtur AfD er til kominn vegna óánægju með fjölda innflytjenda en einnig málaflokka eins og stöðnun hagkerfisins og stríðið í Úkraínu. Stuðningur við flokkinn hefur haldist mikill þrátt fyrir að þýska leyniþjónustan hafi gert tilraun til að flokka hann sem hægrisinnuð öfgasamtök sem var dregið til baka eftir að AfD höfðaði mál.
Ekki kemur á óvart að stærstu ósigurvegarar kosninganna voru vinstri sinnaðir Græningjar sem féllu niður í 13,5% fylgi núna frá 20% fylgi árið 2020.
