Þýska öryggisþjónustan hefur ákveðið að skilgreina íhaldsflokkinn Valkost fyrir Þýskaland, Alternative fur Deutschland, AfD, sem „öfgahægriflokk.“ Flokkurinn bregst harkalega við þessari ákvörðun og segir lýðræðið í Þýskalandi undir árás yfirvalda. Vinstri flokkarnir undir forystu jafnaðarmanna ætla núna að reyna að láta banna AfD en flokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í nýjustu skoðanakönnunum, að því er Junge Freiheit greinir frá.
Að Valkostur fyrir Þýskaland er klassaður sem „hægri öfgahreyfing“ opnar dyrnar fyrir ríkisstjórnina til að framkvæma fjöldaeftirlit með flokknum og almennt setja stólinn fyrir stærsta flokk stjórnarandstöðunnar.
Leyniþjónustan vísar til þess að „þjóðernisbundinn almennur skilningur“ Valkosts fyrir Þýskaland sé ósamrýmanlegur stjórnarskrá gegn kynþáttafordómum sem Bandaríkin þvinguðu Þýskaland til að samþykkja árið 1949. Leiðtogar AfD fordæma ákvörðunina harðlega, en fjöldi annarra flokka notar hana núna til að krefjast þess að AfD verði með öllu bannaður í Þýskalandi
„Þetta er kaftshögg fyrir þýska lýðræðið“ segja Alice Weidel og Tino Chrupalla, leiðtogar AfD, í sameiginlegri athugasemd þar sem öryggisþjónustu er ásökuð um að gera flokkinn glæpsamlegan. Flokksleiðtogarnir halda því fram að ákvörðunin sé pólitískt þar sem AFD mælist stærsti flokkur Þýskalands í könnunum í dag.
Leiðtoar AfD leggja einnig áherslu á að ákvörðun öryggisþjónustunnar sé ekki lagalega bindandi og að flokkurinn muni berjast gegn henni eftir lagalegum leiðum. Beatrix von Storch, varaformaður AfD, kallar aðgerðina „árás á lýðræðið“ og varar við því að hún gæti rutt brautina fyrir einræðisríki.
Öryggisþjónustan bendir á að fulltrúar flokksins hafi lýst þeirri skoðun að Þjóðverjar séu eitthvað meira en fólk sem býr í Þýskalandi og hefur þýskt vegabréf. Yfirvöld telja þá yfirlýsingu brjóta í bága við stjórnarskrána.
Aðrir flokkar sem hafa horft á fylgisaukningu Afd með skelfingu fagna ákvörðun öryggisþjónustunnar. Nancy Faeser, innanríkisráðherra frá þýska jafnaðarmannaflokknum SPD, fullyrðir að öryggisþjónustan starfi sjálfstætt og að engin pólitísk áhrif liggi að baki ákvörðuninni. Hún segir að ákvörðunin um að flokka AfD sem öfgahægri flokk leiði ekki „sjálfkrafa“ til þess að flokkurinn verði bannaður fljótlega, heldur verði bannferlið að fá að taka sinn gang.
Jafnaðarmannaflokkurinn/kratar SPD, Græningjar og vinstriflokkurinn Die Linke berjast fyrir algjöru banni AfD ásamt kristilegum demókrötum. Varaformaður SPD, Serpil Midyatli, er einn af hörðustu talsmönnum bannsins.