Samband Svíþjóðar og Ungverjalands er við frostmark og hefur verið það í nokkur ár. Eftir orðaskipti Viktors Orbáns forsætisráðherra og Ulfs Kristersson forsætisráðherra á mánudag hefur sambandið náð nýju lágmarki. Utanríkisráðherra Ungverjalands sakar Svíþjóð um að hafa „slappar ríkisstjórnir“ og „veikgeðja leiðtoga“ – sem hafa hleypt innflytjendum inn í slíkum mæli að þeir hafa skapað samsíða samfélög og að Svíþjóð muni aldrei nokkurn tímann koma þessum innflytjendum úr landi.
Þjóðólfur hefur greint frá gagnrýni ungverski forsætisráðherrans á sænska stjórnmálamenn fyrir að leyfa þjóðinni að grotna niður. Í ræðu sinni á X á mánudag vísaði Orban til talna sem sýndu að 280 stúlkur undir lögaldri í Svíþjóð voru handteknar á síðasta ári ákærðar fyrir morð og aðrar tegundir ofbeldisglæpa. Enginn í Svíþjóð er stoltur af þessum veruleika.
Forsætisráðherra Svíþjóðar Ulf Kristersson varð yfir sig móðgaður og ásakaði Orbán um lygi og fékk stuðning frá Jimmy Åkesson, formanni Svíþjóðardemókrata. Ástandið er svo slæmt að ríkisstjórnin hefur þurft að leggja fram frumvarp um að lækka refsialdurinn niður í 13 ár til að geta tekið á barnahermönnum glæpahópanna sem sendir eru með alvæpni á vettvang til að skjóta og drepa.
Orbán var einnig að svara lygi sænsku ríkisstjórnarinnar um að ríkisstjórn Ungverjalands fangelsaði stjórnarandstæðinga.
Ungverjaland tekur ekki á móti ólöglegum innflytjendum
Ungverski utanríkisráðherrann Péter Szijjártó, vísar í færslu á Facebook í grein um ofbeldið í Svíþjóð og skrifar að Ungverjar vilji ekki hafa nein „viðkvæm svæði,“ hliðarsamfélög eða að þeim líði eins og þeir séu framandi í eigin landi.
Hann segir enn fremur að það séu „slappar ríkisstjórnir“ og „veikgeðja leiðtogar“ sem hafi gert vandamálin möguleg með því að hleypa innflytjendunum inn. Hann leggur einnig áherslu á að þessi vandamál séu að festast í sessi og að Svíþjóð muni aldrei takast að koma þessum innflytjendum úr landi.

Jessica Rosencrantz ESB-ráðherra Svíþjóðar neitaði að taka við spurningum frá Ungverjalandi um málið og segir að hún vilji ekki gefa lygum ríkisstjórnar Ungverjalands byr undir vængi.