Utanríkisráðherra Svíþjóðar: „Það verða átök við Rússland í langan tíma“

Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar. (Mynd: Kristian Pohl/Regeringskansliet).

Það verða „langtíma átök við Rússland“ af hálfu Svíþjóðar. Þetta skýrði Aria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar fyrir fund Nató í Brussel í gær og í dag.

Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, tók þátt í utanríkisráðherrafundi Nató í Brussel ásamt utanríkisráðherrum annarra Nató-ríkja, þar á meðal Íslands. Ekki er verið að ræða neinn frið heldur, hvernig megi kasta sem mestri olíu á stríðsbálið, áður en Trump kemst í Hvíta húsið í janúar. Til að „styrkja samningastöðu Úkraínu.“

Sænski utanríkisráðherrann flytur boðskap sænsku ríkisstjórnarinnar sem undirbýr Svía undir komandi heimsstyrjöld Nató gegn Rússlandi. Þetta verða „langtímaátök við Rússland“ segir Maria Stenergard:

„Við þurfum að búa okkur undir langtíma átök við Rússland. Markmið okkar núna er að vinna gegn getu Rússa til að valda skaða. Rússneskur áróður gefur til kynna að efnahagur Rússlands sé sterkur og seigur til að sýna að refsiaðgerðirnar séu árangurslausar. Svíþjóð hefur tekið frumkvæði til að vinna gegn þessari fölsku mynd.“

Fara efst á síðu