Umbótaflokkur Farages jafnstór Verkamannaflokknum

Umbótaflokkur Nigel Farage, Reform UK, hefur haft mikinn byr undir vængi eftir kosningarnar í fyrra og keppist nú um að verða stærsti flokkurinn í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn, með Keir Starmer, forsætisráðherra verður sífellt óvinsælli og fylgið hrynur af flokknum. Í nýjustu könnunum er fylgi Verkamannaflokksins og Umbótaflokksins jafnstórt, 25%.

Samkvæmt könnun Politico, sem tekur saman skoðanakannanir í ýmsum Evrópulöndum, þá hefur Umbótaflokkurinn farið úr 14% í kosningunum í fyrra í 25%. Á sama tíma hefur Verkamannaflokkurinn farið úr um 45% fylgi í maí í fyrra niður í 26%. Frjálslyndi flokkurinn Tories, sem kallar sig íhaldssaman, hefur fallið úr 24% á kjördag í 21%. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun frá Yougov hefur Verkamannaflokkurinn 24%, Umbótaflokkurinn 23% og Tories 22%, og samkvæmt nýlegri skoðanakönnun More in Common eru Verkamannaflokkurinn og Umbótaflokkur Farage jafnir í fyrsta sæti, báðir með 25% fylgi hvor.

Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi, sem þýðir að aðeins sá flokkur sem verður stærstur fær umboðið í viðkomandi kjördæmi. Ef fylgi Umbótaflokksins í Bretlandi heldur áfram að stækka, gætu þeir náð eigin meirihluta á breska þinginu.

Starmer, núverandi forsætisráðherra, hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir tilhneigingu til alræðisstjórnunar sem Farage ræðst ítrekað á. Farage er þekktur sem Herra Brexit, þar sem hann leiddi baráttu þjóðarinnar af ganga úr ESB. Hann og flokkur hans vilja þegar í stað stöðva megnið af þeim innflytjendum sem árlega koma til Bretlands. Flokkurinn berst einnig fyrir því að yfirgefa aðild að mannréttindasamningum sem gera það erfiðara að vísa innflytjendum úr landi sem eiga ekki að vera í Bretlandi.

Fara efst á síðu