Tveir látnir og 68 særðir eftir hryðjuverkaárás með bíl á jólamarkaði í Magdeburg

Tveir eru látnir, annar er lítið barn og 68 særðir eftir að bíl var ekið á ofsahraða inn á jólamarkað í Magdeburg, höfuðborg miðþýska ríkisins, Saxland-Anhalt. Að minnsta kosti 15 manns hafa særst mjög alvarlega að sögn borgaryfirvalda. 37 til viðbótar eru særðir en ekki lífshættulega og 16 eru með minni háttar meiðsli. Lögreglan hefur handtekið árásarmanninn.

Forsætisráðherra svæðisins, Reiner Haseloff, sagði á blaðamannafundi að bílstjórinn væri 50 ára sádi-arabískur karlmaður, læknir, sem fyrst kom til Þýskalands árið 2006. Lögreglan leitar ekki annarra í tengslum við árásina.

Þýska fréttasíðan MDR greinir frá því að lögreglan hafi girt af allt svæðið vegna gruns um sprengju í tösku í bílnum. Talsmaður lögreglunnar sagði við MDR að bíllinn sem árásarmaðurinn ók „að minnsta kosti 400 metra inn í mannfjöldann á jólamarkaðinum“ sé enn á vettvangi.

Árásin var gerð strax eftir kl. 19.00 í kvöld. Vitni lýsa ástandinu sem stríðsvettvangi. Sjúkrahús í nálægri borg Halle búa sig undir að taka á móti mörgum særðum. Björgunarþyrlur og sjúkrabílar hafa verið sendar til Magdeburg.

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, skrifar á X-inu að fréttir frá Magdenburg „bendi til þess versta. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra.“ Magdeburg er staðsett í norðausturhluta Þýskalands og hefur yfir 200.000 íbúa. Jólamarkaðurinn er í miðbænum.

Hér að neðan má sjá myndskeið af atburðinum og ástandinu:

Fara efst á síðu