Ítalska dómskerfið gerði réttan hlut, þegar dómstóll sýknaði Matteo Salvini aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu af skálduðum ásökunum um að hafa „rænt yfir 100 farandmönnum.“ Hinir ólöglegu voru um borð í bát í næstum þrjár vikur árið 2019, þar sem Salvini neitaði að hleypa bátnum í land.
Eftir þriggja ára sakamálarannsókn og dómsmeðferð, þá höfnuðu dómararnir beiðni saksóknara um að dæma Salvini í sex ára fangelsi. Salvini er leiðtogi hægra bandalagsins Lega og starfar sem samgönguráðherra í ríkisstjórn Giorgia Meloni.
Reuters greinir frá. Salvini sagði við fréttamenn:
„Ég er ánægður. Eftir þrjú ár vann skynsemin. Lega sigraði, Ítalía vann. Það að vernda landamærin er ekki glæpur, heldur réttindi. Ég mun halda störfum mínu áfram af enn þá meiri stefnufestu en áður.“
ACQUITTED in the trial where I was charged with stopping mass immigration and defending my country as Minister of the Interior.
— Matteo Salvini (@matteosalvinimi) December 20, 2024
The League wins, common sense wins, Italy wins.
Heartfelt thanks to everyone who expressed support and solidarity from around the world. I share my… pic.twitter.com/juWx6EXwEY
Sýknudómi Salvini var fagnað í réttarsal og heillaóskakveðjur berast honum hvaðanæva. Meloni forsætisráðherra fagnaði dómnum og sagði að það hefði sýnt sig að ásakanirnar væru „tilhæfulausar og fáránlegar.“
Salvini fékk kveðjur frá bandamönnum um alla Evrópu í vikunni, þar á meðal Viktor Orban sem skrifaði á X: „Réttvísan hefur sigrað!“
Justice has prevailed! Bravo, @matteosalvinimi! Another victory for the @PatriotsEU!
— Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) December 20, 2024