Tulsi Gabbard yfirgefur demókrata og styður Donald Trump

Trump forseti heimsótti Detroit, Michigan á mánudaginn til að tala á 146. aðalráðstefnu Þjóðvarðliða-sambandsins. Í ávarpi sínu kynnti Trump óvænt nýjan stuðningsmann, fyrrum demókrata, Tulsi Gabbard.

Tulsi Gabbart, fyrrverandi fulltrúi demókrata á Hawaii og bandamaður Kamala Harris, flutti ávarp og lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Donald Trump. Kemur yfirlýsing hennar aðeins fáum dögum eftir að Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til baka og kom fram á kosningafundi með Donald Trump í Arizona.

Í ræðu sinni útskýrði Gabbard, hvers vegna hún ákvað að styðja Trump. Gabbard sagði, að Bandaríkin væru nær kjarnorkustríði en nokkru sinni fyrr í sögunni. Telur hún að einungis Trump geti stuðlað að heimsfriði. Gabbard sagði:

„Við erum nær kjarnorkustríði en við höfum verið nokkru sinni áður. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég er staðráðin í að gera allt sem ég get til að senda Trump aftur í Hvíta húsið, þar sem hann getur þjónað okkur aftur sem yfirhershöfðingi okkar.“

„Ég er þess fullviss, að fyrsta verkefni hans verður að leiða okkur frá hengiflugi stríðs. Við getum ekki verið velmegandi nema við lifum í friði og við getum ekki verið frjáls á meðan við höfum ríkisstjórn sem berst gegn þjóð sinni.“

Hér að neðan er myndskeið með bút úr ávarpi Tulsi Gabbard og þar fyrir neðan tvö myndskeið með útskýringum hennar á hvers vegna hún yfirgaf Demókrataflokkinn. Síðast er svo smá sýnishorn úr umræðuþætti þar sem hún og Kamala Harris takast á.

Fara efst á síðu