Tugþúsundir Epsteinmyndbanda með börnum og barnaklámi

Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greinir frá því að bandaríska alríkislögreglan (FBI) sé að skoða „tugþúsundir myndbanda“ sem sýna Jeffrey Epstein með börnum eða innihalda barnaklám. Samkvæmt Bondi eru „hundruð fórnarlamba“ í málinu – sem hún segir skýra hvers vegna að öll skjöl hafi ekki enn verið birt opinberlega.

Dómsmálaráðhherra Bandaríkjanna, Pam Bondi sagði við blaðamenn miðvikudagsmorgun:

„FBI er að skoða tugþúsundir myndbanda af Epstein með börnum eða barnaklámi og það eru hundruð fórnarlamba. Bandaríska alríkislögreglan FBI vinnur ötullega að því að fara yfir gögnin.“

Hinn alræmdi fjármálamaður og barnaníðingur Jeffrey Epstein er sagður hafa „framið sjálfsmorð“ við afar grunsamlegar aðstæður í fangelsi í New York árið 2019 á meðan hann beið réttarhalda fyrir mansal.

Talið er að hann hafi notað ólögráða stúlkur til að safna kerfisbundið fjárkúgunarefni á auðuga menn og sögur í gangi um að hann hafi unnið fyrir ísraelsku leyniþjónustuna Mossad.

Hið mikla umfang glæpa Epsteins á enn eftir að koma í ljós að fullu. Bandaríkjastjórn Donald Trumps hefur lofað fullu gagnsæi varðandi Epstein-skjölin, en margir eru óánægðir með að enn á eftir að birta mörg mikilvæg skjöl.

Einnig er fullyrt að mikið af sönnunargögnum hafi „horfið.“ James Comer, formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar, lýsir yfir áhyggjum af því að mikilvægustu skjöl Epsteins hafi verið eyðilögð áður en stjórn Trumps tók við embætti. Comer sagði í viðtali við The Benny Show:

„Forsetinn fyrirskipaði að gögnin yrðu gerð opinber, dómsmálaráðherrann fyrirskipaði að þau yrðu birt og allir vita að þau hafa ekki verið birt öll enn þá.

Fara efst á síðu